Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 21:33 Hjördís Halldórsdóttir er lögmaður Arion banka. Vísir/Lýður Valberg Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Hæstiréttur sýknaði í morgun Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. „Þetta þýðir að þessi skilmáli sem er í þessum lánasamningi sem um var deilt er lögmætur. Hann stenst kröfur laga um neytendalán og hann er ekki ósanngjarn í skilningi samningalaga,“ segir Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður Arion banka. Um er að ræða túlkun á eldri lögum en málið er eitt fjögurra sem neytendur höfðuðu á hendur viðskiptabönkunum með fulltingi Neytendasamtakanna. Dómur féll í því í fyrsta í október og hafði gríðarleg áhrif á lánamarkað. Hjördís segir að ekki þurfi því að breyta skilmálum lána sem tekin voru fyrir gildistöku nýrra laga um neytendalán. Dómurinn varðaði lán sem voru tekin áður en að nýju lögin tóku gildi. „Þessi dómur í sjálfu sér varðar ekki beinlínis hvað gildir samkvæmt þeim lögum en engu að síður þá er ýmislegt í forsendum Hæstaréttar um skilmálann sem er alveg jákvætt, hvað varðar fullyrðingu bankans um að hann sé skýr og skiljanlegur,“ segir hún. „Þarna er talsvert mikil umfjöllun um kríteríur sem varða samningalögin og ósanngjarna samningsskilmála sem hafa alveg víðtæka þýðingu.“ Til að mynda sé meðal annars vísað í að ekki sé séð að bankinn hafi hagnýtt þann aðstöðumun sem er á aðilum í málinu auk þess sem eðli breytilegra vaxta er skýrt. „Það er auðvitað alltaf einhver áhætta gagnvart áhættutaka eða ófyrirsjáanleiki með slíka skilmála, bara í eðli sínu. En á móti kemur að þá eru þarna svona ákveðin mótvægisúrræði sem að neytendur hafa þá rétt, eins og lántakaréttur í þessu máli, sem að felast meðal annars í því að þér er alltaf tilkynnt um vaxtabreytingu með þrjátíu daga fyrirvara og þarna var fallist á það að uppgreiðsluheimildin sem var fyrir hendi, að hún hafi verið raunhæf.“ Greiningarvinna fram undan Nú munu bankarnir leggjast í greiningarvinnu til að sjá hvort að dómurinn kunni að hafa áhrif á núverandi lánaframboð Arion banka. „Hvort hann þarf þess eða ekki, það þarf aðeins að rýna í þessar forsendur og horfa á hvað má ætla að gildi samkvæmt lögum um fasteignalán. Við erum ennþá að greina það en þær forsendur eru tiltölulega víðtækar og skýrar. Þannig að það eru alveg jákvæðar vísbendingar um að það þurfi ekkert að gera en það er einfaldlega eitthvað sem þarf að greina nánar,“ segir Hjördís. „En það er allavega ljóst að öll lán sem að falla undir þessi lög um neytendalán eru lögmæt og gild. Það er ýmsilegt sem bendir til að það geti átt við um nýrri lán en það er eitthvað sem þarf að greina.“ Arion banki Vaxtamálið Fjármál heimilisins Lánamál Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í morgun Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. „Þetta þýðir að þessi skilmáli sem er í þessum lánasamningi sem um var deilt er lögmætur. Hann stenst kröfur laga um neytendalán og hann er ekki ósanngjarn í skilningi samningalaga,“ segir Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður Arion banka. Um er að ræða túlkun á eldri lögum en málið er eitt fjögurra sem neytendur höfðuðu á hendur viðskiptabönkunum með fulltingi Neytendasamtakanna. Dómur féll í því í fyrsta í október og hafði gríðarleg áhrif á lánamarkað. Hjördís segir að ekki þurfi því að breyta skilmálum lána sem tekin voru fyrir gildistöku nýrra laga um neytendalán. Dómurinn varðaði lán sem voru tekin áður en að nýju lögin tóku gildi. „Þessi dómur í sjálfu sér varðar ekki beinlínis hvað gildir samkvæmt þeim lögum en engu að síður þá er ýmislegt í forsendum Hæstaréttar um skilmálann sem er alveg jákvætt, hvað varðar fullyrðingu bankans um að hann sé skýr og skiljanlegur,“ segir hún. „Þarna er talsvert mikil umfjöllun um kríteríur sem varða samningalögin og ósanngjarna samningsskilmála sem hafa alveg víðtæka þýðingu.“ Til að mynda sé meðal annars vísað í að ekki sé séð að bankinn hafi hagnýtt þann aðstöðumun sem er á aðilum í málinu auk þess sem eðli breytilegra vaxta er skýrt. „Það er auðvitað alltaf einhver áhætta gagnvart áhættutaka eða ófyrirsjáanleiki með slíka skilmála, bara í eðli sínu. En á móti kemur að þá eru þarna svona ákveðin mótvægisúrræði sem að neytendur hafa þá rétt, eins og lántakaréttur í þessu máli, sem að felast meðal annars í því að þér er alltaf tilkynnt um vaxtabreytingu með þrjátíu daga fyrirvara og þarna var fallist á það að uppgreiðsluheimildin sem var fyrir hendi, að hún hafi verið raunhæf.“ Greiningarvinna fram undan Nú munu bankarnir leggjast í greiningarvinnu til að sjá hvort að dómurinn kunni að hafa áhrif á núverandi lánaframboð Arion banka. „Hvort hann þarf þess eða ekki, það þarf aðeins að rýna í þessar forsendur og horfa á hvað má ætla að gildi samkvæmt lögum um fasteignalán. Við erum ennþá að greina það en þær forsendur eru tiltölulega víðtækar og skýrar. Þannig að það eru alveg jákvæðar vísbendingar um að það þurfi ekkert að gera en það er einfaldlega eitthvað sem þarf að greina nánar,“ segir Hjördís. „En það er allavega ljóst að öll lán sem að falla undir þessi lög um neytendalán eru lögmæt og gild. Það er ýmsilegt sem bendir til að það geti átt við um nýrri lán en það er eitthvað sem þarf að greina.“
Arion banki Vaxtamálið Fjármál heimilisins Lánamál Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent