Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar 12. desember 2025 08:03 Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Áliðnaður Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar