„Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. desember 2025 08:02 Lítill tími gefst til hvíldar á heimsmeistaramótinu í handbolta. vísir Stelpurnar okkar standa ekki bara í ströngu á HM í handbolta þessa dagana heldur eru þær margar í miðjum lokaprófum líka. Þessu vilja þær og landsliðsþjálfarinn breyta. Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Á meðan HM stendur yfir spilar landsliðið leik annan hvern dag, sex leiki á tólf dögum, alls tvær vikur með ferðadögum. Ákjósanlegast væri að meðan álagið er svona mikið, fengju þær að hvíla sig aðeins þegar tími gefst til, en svo er alls ekki. Mest allur tími, sem þær eyða ekki á æfingum, fundum, í endurhæfingu eða sjúkraþjálfun o.s.frv. fer í að læra fyrir eða taka lokapróf. „Það er nóg að gera. Maður fær engar pásur sko. Kennnarinn minn er búinn að sýna mikinn skilning en ég veit að það voru ekki allar jafn heppnar með það“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir. „Mér finnst algjört lágmark að skólar sýni þessu skilning og komi eins vel til móts við leikmenn og hægt er“ bætti hún við en margar hafa ekki mætt skilningi. „Áreitið er nóg fyrir“ Fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær þreyttu að minnsta kosti tvær landsliðskonur lokapróf, Elín Rósa Magnúsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir. Allavega tvær þreyta svo próf fyrir leikinn gegn Spáni í dag, Lovísa Thompson og Rakel Oddný Guðmundsdóttir. „Sama dag og við erum að spila á heimsmeistaramóti. Þetta er ekki gott“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson. Allar hressar. Lovísa með heyrnartól að undirbúa sig fyrir lokapróf, nú eða leikinn gegn Spáni. vísir Hann kallar eftir því að fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti sé sýndur meiri skilningur af skólayfirvöldum. „Áreitið er nóg fyrir og það er mikið álag á þeim í kringum handboltann. Þess væri óskandi að þessu væri háttað öðruvísi, að þessar stelpur fengju eitthvað fyrir það að vera í þessu, fengju eitthvað fyrir það að vera hérna á heimsmeistaramóti og það væri borin aðeins meiri virðing fyrir því“ bætti hann við. Tvær vikur á vondum tíma Mótið stendur yfir í tvær vikur fyrir íslenska landsliðið, frá opnunarleiknum gegn Þýskalandi þann 26. nóvember fram yfir síðasta leik milliriðilsins gegn Færeyjum þann 6. desember, sem er algjör háannatími fyrir háskólafólk. „Þetta eru duglegar stelpur og ég er með hörku námsmenn hérna í hópnum líka, þær vilja gera vel alls staðar. Það er frábært og ég er ekkert að fara fram á að það stórkostlegt tilrask fyrir þær en það er þá allt í lagi að allavega hliðra til prófum þannig að þær geti einbeitt sér að handboltanum þennan tíma sem við erum hérna. Þetta eru ekki nema tvær vikur og það hlýtur að vera hægt að finna einhverja lausn á þessu“ sagði Arnar. Fjallað var um fræðimennina okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira