Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. desember 2025 07:47 Foreldrar barna sem glíma við fíknivanda spyrja margir hvort þeir geti látið vista barn sitt í meðferð gegn vilja þess. Svarið er já. Það er hægt að svipta börn frelsi ef þau eru talin í neyð og hættuleg sjálfum sé eða öðrum. Í barnaverndarlögum eru heimildir til að úrskurða börn í vistun án þeirra samþykkis, til dæmis í 14 daga í neyðarvistun á Stuðlum og í úrræði Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) með úrskurði á grundvelli 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Að öðru leyti er það ákvörðun foreldra og forráðamanna hvort barn er vistað til langs tíma í lokuðu sólarhringsúrræði, hvort sem barnið samþykkir það eða ekki. Eftir að barn hefur náð 15 ára aldri verður það sjálft aðili að sínum málum. Það þýðir að barnavernd þarf að úrskurða gegn barninu sjálfu ef það samþykkir ekki að þiggja meðferð. Hægt er að úrskurða 15-18 ára barn í meðferð bæði gegn vilja barns foreldra. Flest börn í meðferð dvelja þó á meðferðarstofnun á grundvelli samþykkis. Í forgangi hjá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin hefur sett málefni barna sem leiðst hafa út í fíkn og barna sem glíma við fjölþættan vanda, þar á meðal fíkn, í forgang. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að byggja upp úrræði, endurbæta Stuðla eftir hræðilegan bruna sem tók líf ungs drengs og setja á laggirnar nýtt úrræði. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt til að mæta ólíkum þörfum barna. Börnin eru þess utan á mismunandi stað í neysluferli sínu. Sum hafa nýlega hafið neyslu en önnur kunna að vera við dauðans dyr vegna neyslu sinnar. Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að í boði sé viðeigandi langtíma meðferð í lokuðu úrræði fyrir börn sem eru langt leidd vegna áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu. Slík meðferð er líklegri til árangurs en styttri inngrip. Að lokinni meðferð þarf síðan að bjóða upp á eftirfylgni. Það er lykilatriði að vinna með foreldrum í meðferð barna þeirra. Börnin þurfa stuðning foreldra sinna og foreldrar þurfa fræðslu og stuðning fagfólks. Hvaða úrræði eru í boði? Meðferðarúrræði á vegum ríkisins eru nokkur og af ólíkum toga. MST er fjölkerfameðferð sem veitt er á heimili barns. Þá er boðið upp á allt að 12 vikna grunnmeðferð í Blönduhlíð sem er til húsa á Vogi. Í boði er framhaldsmeðferð fyrir stúlkur og stálp á Bjargey á Laugalandi. Sams konar meðferð fyrir drengi hefst í Gunnarsholti í janúar. Úrræði fyrir drengi var áður á Lækjarbakka. Í millitíðinni hefur framhaldsmeðferð farið fram á meðferðardeild Stuðla. Í Blönduhlíð á Farsældartúni í Mosfellsbæ er rekið stuðningsheimilis ætlað börnum sem hafa lokið framhalds meðferð en þurfa frekari meðferð og stuðning. Töluvert hefur verið rætt um biðlista eftir úrræðum. En eins og staðan er núna eru laus pláss í MST úrræðið. Þá er eitt laust pláss laust í greiningu og meðferð á Blönduhlíð á Vogi og eitt laust pláss á stuðningsheimilinu á Farsældartúni. Bjargey er fullskipuð en enginn biðlisti. Því ber að fagna að í næsta mánuði verður meðferðarheimilið í Gunnarsholti opnað þar sem hægt verður að sinna sex börnum. Stuðlar verða áfram bráðamóttaka. Þar mun ekki vera starfrækt eiginleg meðferð heldur er úrræðið hugsað til að stöðva skaðlega hegðun og skapa tækifæri til að takast á við vandann með uppbyggilegum hætti. Erfiðasta reynsla foreldra Það er sennilega fátt erfiðara foreldrum og fjölskyldunni allri en að horfa upp á barn eða ungling ánetjast áfengi og eða öðrum vímuefnum. Það reynist foreldrum og forráðafólki oftast mjög erfitt að rökræða við barn þegar fíknin hefur tekið völdin. Barn í neyslu er í lífshættu ef ekki næst að grípa inn í og stöðva neysluna og líferni sem henni fylgir. Barn í neyslu þarf hjálp til að hætta neyslunni. Það er ekki einungis neyslan sjálf sem stefnir lífi barna og ungmenna í voða. Barn sem er undir áhrifum fíkniefna er í meiri áhættu fyrir alls kyns slysum. Það er einnig í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi, að vera misnotað af fullorðnu fólki með annarlegar hvatir og að vera nýtt til afbrota. Afleiðingar neyslulífernis eru iðulegar háalvarlegar og geta valdið ævilöngum skaða. Eftirfylgni eftir meðferð getur skipt sköpum. Halda þarf fast í hendi barns sem hefur verið í neyslu allt til 18 ára aldurs. Eftir að barnið hefur síðan náð lögræðisaldri er mikilvægt að huga vel að öðrum úrræðum. Sérstaklega fyrir þann viðkvæma hóp sem hefur dvalið í meðferðarúrræðum þannig að samfella verði í þjónustunni. Að lokum er vert að benda á að í mörg ár hafa barnaverndaryfirvöld barist fyrir því að fá heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp barna á meðan dvalið er í úrræðum á vegum ríkisins. Heilbrigðisþjónustu hefur verið ábótavant fyrir þennan viðkvæma hóp. Gera þarf allt sem hægt er til að efla félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið svo hægt verði að hlúa að börnum sem glíma við fíkn með mannsæmandi hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins, formaður velferðarnefndar og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar barna sem glíma við fíknivanda spyrja margir hvort þeir geti látið vista barn sitt í meðferð gegn vilja þess. Svarið er já. Það er hægt að svipta börn frelsi ef þau eru talin í neyð og hættuleg sjálfum sé eða öðrum. Í barnaverndarlögum eru heimildir til að úrskurða börn í vistun án þeirra samþykkis, til dæmis í 14 daga í neyðarvistun á Stuðlum og í úrræði Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) með úrskurði á grundvelli 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Að öðru leyti er það ákvörðun foreldra og forráðamanna hvort barn er vistað til langs tíma í lokuðu sólarhringsúrræði, hvort sem barnið samþykkir það eða ekki. Eftir að barn hefur náð 15 ára aldri verður það sjálft aðili að sínum málum. Það þýðir að barnavernd þarf að úrskurða gegn barninu sjálfu ef það samþykkir ekki að þiggja meðferð. Hægt er að úrskurða 15-18 ára barn í meðferð bæði gegn vilja barns foreldra. Flest börn í meðferð dvelja þó á meðferðarstofnun á grundvelli samþykkis. Í forgangi hjá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin hefur sett málefni barna sem leiðst hafa út í fíkn og barna sem glíma við fjölþættan vanda, þar á meðal fíkn, í forgang. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að byggja upp úrræði, endurbæta Stuðla eftir hræðilegan bruna sem tók líf ungs drengs og setja á laggirnar nýtt úrræði. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt til að mæta ólíkum þörfum barna. Börnin eru þess utan á mismunandi stað í neysluferli sínu. Sum hafa nýlega hafið neyslu en önnur kunna að vera við dauðans dyr vegna neyslu sinnar. Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að í boði sé viðeigandi langtíma meðferð í lokuðu úrræði fyrir börn sem eru langt leidd vegna áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu. Slík meðferð er líklegri til árangurs en styttri inngrip. Að lokinni meðferð þarf síðan að bjóða upp á eftirfylgni. Það er lykilatriði að vinna með foreldrum í meðferð barna þeirra. Börnin þurfa stuðning foreldra sinna og foreldrar þurfa fræðslu og stuðning fagfólks. Hvaða úrræði eru í boði? Meðferðarúrræði á vegum ríkisins eru nokkur og af ólíkum toga. MST er fjölkerfameðferð sem veitt er á heimili barns. Þá er boðið upp á allt að 12 vikna grunnmeðferð í Blönduhlíð sem er til húsa á Vogi. Í boði er framhaldsmeðferð fyrir stúlkur og stálp á Bjargey á Laugalandi. Sams konar meðferð fyrir drengi hefst í Gunnarsholti í janúar. Úrræði fyrir drengi var áður á Lækjarbakka. Í millitíðinni hefur framhaldsmeðferð farið fram á meðferðardeild Stuðla. Í Blönduhlíð á Farsældartúni í Mosfellsbæ er rekið stuðningsheimilis ætlað börnum sem hafa lokið framhalds meðferð en þurfa frekari meðferð og stuðning. Töluvert hefur verið rætt um biðlista eftir úrræðum. En eins og staðan er núna eru laus pláss í MST úrræðið. Þá er eitt laust pláss laust í greiningu og meðferð á Blönduhlíð á Vogi og eitt laust pláss á stuðningsheimilinu á Farsældartúni. Bjargey er fullskipuð en enginn biðlisti. Því ber að fagna að í næsta mánuði verður meðferðarheimilið í Gunnarsholti opnað þar sem hægt verður að sinna sex börnum. Stuðlar verða áfram bráðamóttaka. Þar mun ekki vera starfrækt eiginleg meðferð heldur er úrræðið hugsað til að stöðva skaðlega hegðun og skapa tækifæri til að takast á við vandann með uppbyggilegum hætti. Erfiðasta reynsla foreldra Það er sennilega fátt erfiðara foreldrum og fjölskyldunni allri en að horfa upp á barn eða ungling ánetjast áfengi og eða öðrum vímuefnum. Það reynist foreldrum og forráðafólki oftast mjög erfitt að rökræða við barn þegar fíknin hefur tekið völdin. Barn í neyslu er í lífshættu ef ekki næst að grípa inn í og stöðva neysluna og líferni sem henni fylgir. Barn í neyslu þarf hjálp til að hætta neyslunni. Það er ekki einungis neyslan sjálf sem stefnir lífi barna og ungmenna í voða. Barn sem er undir áhrifum fíkniefna er í meiri áhættu fyrir alls kyns slysum. Það er einnig í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi, að vera misnotað af fullorðnu fólki með annarlegar hvatir og að vera nýtt til afbrota. Afleiðingar neyslulífernis eru iðulegar háalvarlegar og geta valdið ævilöngum skaða. Eftirfylgni eftir meðferð getur skipt sköpum. Halda þarf fast í hendi barns sem hefur verið í neyslu allt til 18 ára aldurs. Eftir að barnið hefur síðan náð lögræðisaldri er mikilvægt að huga vel að öðrum úrræðum. Sérstaklega fyrir þann viðkvæma hóp sem hefur dvalið í meðferðarúrræðum þannig að samfella verði í þjónustunni. Að lokum er vert að benda á að í mörg ár hafa barnaverndaryfirvöld barist fyrir því að fá heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp barna á meðan dvalið er í úrræðum á vegum ríkisins. Heilbrigðisþjónustu hefur verið ábótavant fyrir þennan viðkvæma hóp. Gera þarf allt sem hægt er til að efla félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið svo hægt verði að hlúa að börnum sem glíma við fíkn með mannsæmandi hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins, formaður velferðarnefndar og sálfræðingur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun