Handbolti

Felldi fé­laga sinn úr ís­lenska U19-landsliðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Erlingsson sést hér bregða fæti fyrir Ágúst Guðmundsson í leiknum í Kórnum á föstudagskvöld.
Andri Erlingsson sést hér bregða fæti fyrir Ágúst Guðmundsson í leiknum í Kórnum á föstudagskvöld. Skjáskot/Youtube

Kallað hefur verið eftir því að Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV, fái eitthvað meira en tveggja mínútna brottvísunina sem hann fékk fyrir að fella Ágúst Guðmundsson, leikmann HK, í leik í Olís-deildinni í handbolta um helgina.

ÍBV vann leikinn í Kórnum á föstudaginn, 34-28, og er nú 6. sæti deildarinnar með 13 stig en HK í 9. sæti með 8 stig.

Í leiknum mættust þeir Andri og Ágúst sem verið hafa liðsfélagar í yngri landsliðum, til að mynda á HM U19-landsliða síðasta sumar.

Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan fékk Andri tveggja mínútna brottvísun þegar hann brá fæti fyrir Ágúst sem var þá á spretti aftur í vörn eftir skot sitt.

Í frétt Handkastsins er því velt upp hvort að málskotsnefnd HSÍ muni ekki vísa málinu til aganefndar HSÍ eða „hvort þeir láti þetta atvik framhjá sér fara og þar með samþykki að svona atvik verði eitthvað sem við megum gera ráð fyrir að sjá reglulega í deildarkeppnum hér á Íslandi.“

Hafa ber þó í huga að dómari leiksins sá brotið og tók ákvörðun á staðnum um refsingu Andra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×