Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Hinrik Wöhler skrifar 28. nóvember 2025 20:27 Frá leik Fram fyrr á tímabilinu Vísir/Anton Brink FH vann tveggja marka sigur á Íslandsmeisturum Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-28, og það á þeirra eigin heimavelli. Sigurinn var mun meira sannfærandi en úrslitin gefa tilefni til. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17-14, og var komið átta mörkum yfir í þeim seinni, 28-20, áður en heimamenn löguðu stöðuna verulega undir lokin. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga í röð og þeir fylgja eftir efstu liðum deildarinnar. Fram hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Olís-deild karla Fram FH
FH vann tveggja marka sigur á Íslandsmeisturum Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-28, og það á þeirra eigin heimavelli. Sigurinn var mun meira sannfærandi en úrslitin gefa tilefni til. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17-14, og var komið átta mörkum yfir í þeim seinni, 28-20, áður en heimamenn löguðu stöðuna verulega undir lokin. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga í röð og þeir fylgja eftir efstu liðum deildarinnar. Fram hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.