Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Matvælaframleiðsla Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar