Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2025 17:02 Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umferð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun