34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar 25. nóvember 2025 10:32 Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Fasteignamarkaður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun