Handbolti

Tumi Steinn dug­legur að dreifa en það dugði ekki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tumi Snær átti góðan leik með liði Alpla Hard.
Tumi Snær átti góðan leik með liði Alpla Hard.

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 4 mörk og gaf 7 stoðsendingar í 31-31 jafntefli Alpla Hard og Barnbach/Köflach í 10. umferð austurrísku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Tumi var stoðsendingahæstur hjá sínu liði og gerði hvað hann gat til að leggja upp sigur í kvöld.

Alpla Hard lenti einu marki undir þegar tæpar átta mínútur voru eftir en þá tók Tumi sig til og lagði upp þrjú mörk í röð sem komu liðinu einu marki yfir.

Það dugði hins vegar ekki því Barnbach/Köflach tókst að jafna og liðin gengu frá borði með sitt hvort stigið.

Tryggvi Garðar Jónsson spilaði einnig fyrir Alpla Hard og stal boltanum einu sinni af gestunum.

Lærisveinar Hannesar Jóns Jónsson hefðu getað jafnað að toppliðið að stigum með sigri í kvöld en Alpla Hard er áfram í öðru sæti deildarinnar og jafnt Barnbach/Köflach að stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×