Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar 21. nóvember 2025 12:30 Ég er hlyntur hundahaldi og get ei hugsað mér annað. Ég dáist að fólki sem hefur tamið sér þann lífsstíl. Hundahald getur verið meira mannbætandi en nokkuð annað, viðhaldið og bætt andlegt og líkamlegt hreysti manna, sameinaðu heilu fjölskyldur. Það er fátt meira gefandi en að vakna og hópur hunda býður manns með dillandi rófu og tekur fagnandi. Þess vegna held ég hunda en þó fyrst og fremst vegna þess að þeir eru mér lífsnauðsynlegir vinir hvar mannfólk kemst hvergi með tærnar þar sem þeir hafa ,,hælana". Hundahaldsmenning á Íslandi er skammt á veg komin og framfarir fábrotnar. Það sýnir samfélagsmiðlaumræðan og umgengni mín við þá fáu hundaeigendur sem verða á vegi mínum í dag. Besservisserháttur og skortur á að sjúga í sig þekkingu veldur þessu. Íslendingar er agalegir besservisserar. Það getur framleitt viðvaninga. Hundahald krefst aga, þekkingar, fróðleiksfýsni, sveigjanleika, nægs rýmis og verulegrar hreyfingar fyrir hunda, sem eigandinn hefur auðvitað gott af líka. Nú er heimilt, að lögum, að halda hunda í fjölbýlishúsum án þess að spyrja kóng né prest. Ég blæs á allar ofnæmisröksemdir í fjölbýlishúsi en ég hef verulegar áhyggjur af mannréttindum eins og friði. Það sem veldur mér áhyggjum er þetta og tökum dæmi. Segjum að allur stigagangurinn fyllist af hundum. Það er akkúrat ekkert því til fyrirstöðu í dag og hví ætti það ekki að gerast? Það er tíska í dag að fá sér hund og jafnvel er sú ákvörðun oft ekki hugsuð til enda. Hundur í miðri blokk byrjar að gelta. Allir hundar gelta. Það er þeirra eðlislægi tjáningarmáti. Þetta gelt smitar frá sér á hæðina fyrir neðan og ofan. Það smitar síðan frá sér áfram niður og áfram upp. Verði ykkur að góðu! Ekki dregur úr fíkniefna og áfengisneyslu. Það flytur neytandi í blokkina og ekki er óalgengt að neytendur dragi með sér hundategundir sem njóta engra sérstaklegra vinsælda, nema hjá mjög afmörkuðum sérvitrum hópum fólks. Neytendur fá sér gjarnan tegundir sem valdefla þá í ásýnd. Hann má jafnvel taka tvo eða þrjá. Lögin banna honum það ekki. Að fá frið fyrir svona einstaklingi getur tekið vikur ef ekki mánuði ef lögboðnar leiðir eru farnar. Einstaklingur flytur upp á efstu hæð í 6 hæða eða stærri blokk. Hunda þarf að viðra, hleypa út, a.m.k að morgni og að kveldi, helst miklu oftar. Oft skildir eftir einir heima allan vinnudaginn. Ég sé það ekki fyrir mér að hundeigandi á sjöttu hæð geri sér far um að viðra hund sinn daglega kvölds og morgna og verður því að taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér fyrir hann sjálfan og næstu hæð fyrir neðan, jafnvel neðar. Nú í millitíðinni, á 8 tíma vinnudag, einn heima, er hundinum nauðugur sá kostur einn, að míga og skíta inni. Þetta eru örfá dæmi frá hundeiganda í samfleytt 50 ár. Dæmin sem hægt er að taka um þau vandræði sem munu skapast af ógáfulegu frumvarpi Ingu Sæland og nú er orðið að lögum gætu verið miklu fleiri um hundahald í fjölbýli. Ákvæðin eru alvarlegir meinbugir á lögum. Settur réttur má aldrei snúast um tilfinningar. Það skilur Inga Sæland ekki. Ingu Sæland hefði verið nær að fylgja eftir ástríðu sinni gegn blóðmerahaldi, hafi sú ástríða verið sönn. Til þess fær hún ekki leyfi af Viðreisn og verður að hlýða til að halda stólnum. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hlyntur hundahaldi og get ei hugsað mér annað. Ég dáist að fólki sem hefur tamið sér þann lífsstíl. Hundahald getur verið meira mannbætandi en nokkuð annað, viðhaldið og bætt andlegt og líkamlegt hreysti manna, sameinaðu heilu fjölskyldur. Það er fátt meira gefandi en að vakna og hópur hunda býður manns með dillandi rófu og tekur fagnandi. Þess vegna held ég hunda en þó fyrst og fremst vegna þess að þeir eru mér lífsnauðsynlegir vinir hvar mannfólk kemst hvergi með tærnar þar sem þeir hafa ,,hælana". Hundahaldsmenning á Íslandi er skammt á veg komin og framfarir fábrotnar. Það sýnir samfélagsmiðlaumræðan og umgengni mín við þá fáu hundaeigendur sem verða á vegi mínum í dag. Besservisserháttur og skortur á að sjúga í sig þekkingu veldur þessu. Íslendingar er agalegir besservisserar. Það getur framleitt viðvaninga. Hundahald krefst aga, þekkingar, fróðleiksfýsni, sveigjanleika, nægs rýmis og verulegrar hreyfingar fyrir hunda, sem eigandinn hefur auðvitað gott af líka. Nú er heimilt, að lögum, að halda hunda í fjölbýlishúsum án þess að spyrja kóng né prest. Ég blæs á allar ofnæmisröksemdir í fjölbýlishúsi en ég hef verulegar áhyggjur af mannréttindum eins og friði. Það sem veldur mér áhyggjum er þetta og tökum dæmi. Segjum að allur stigagangurinn fyllist af hundum. Það er akkúrat ekkert því til fyrirstöðu í dag og hví ætti það ekki að gerast? Það er tíska í dag að fá sér hund og jafnvel er sú ákvörðun oft ekki hugsuð til enda. Hundur í miðri blokk byrjar að gelta. Allir hundar gelta. Það er þeirra eðlislægi tjáningarmáti. Þetta gelt smitar frá sér á hæðina fyrir neðan og ofan. Það smitar síðan frá sér áfram niður og áfram upp. Verði ykkur að góðu! Ekki dregur úr fíkniefna og áfengisneyslu. Það flytur neytandi í blokkina og ekki er óalgengt að neytendur dragi með sér hundategundir sem njóta engra sérstaklegra vinsælda, nema hjá mjög afmörkuðum sérvitrum hópum fólks. Neytendur fá sér gjarnan tegundir sem valdefla þá í ásýnd. Hann má jafnvel taka tvo eða þrjá. Lögin banna honum það ekki. Að fá frið fyrir svona einstaklingi getur tekið vikur ef ekki mánuði ef lögboðnar leiðir eru farnar. Einstaklingur flytur upp á efstu hæð í 6 hæða eða stærri blokk. Hunda þarf að viðra, hleypa út, a.m.k að morgni og að kveldi, helst miklu oftar. Oft skildir eftir einir heima allan vinnudaginn. Ég sé það ekki fyrir mér að hundeigandi á sjöttu hæð geri sér far um að viðra hund sinn daglega kvölds og morgna og verður því að taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér fyrir hann sjálfan og næstu hæð fyrir neðan, jafnvel neðar. Nú í millitíðinni, á 8 tíma vinnudag, einn heima, er hundinum nauðugur sá kostur einn, að míga og skíta inni. Þetta eru örfá dæmi frá hundeiganda í samfleytt 50 ár. Dæmin sem hægt er að taka um þau vandræði sem munu skapast af ógáfulegu frumvarpi Ingu Sæland og nú er orðið að lögum gætu verið miklu fleiri um hundahald í fjölbýli. Ákvæðin eru alvarlegir meinbugir á lögum. Settur réttur má aldrei snúast um tilfinningar. Það skilur Inga Sæland ekki. Ingu Sæland hefði verið nær að fylgja eftir ástríðu sinni gegn blóðmerahaldi, hafi sú ástríða verið sönn. Til þess fær hún ekki leyfi af Viðreisn og verður að hlýða til að halda stólnum. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun