Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar 20. nóvember 2025 15:17 Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kjaramál Félagsmál Inga Sæland Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Til lengri tíma litið verður þessi breyting ein stærsta kjarabót sem efnaminni eldri borgarar og öryrkjar hafa fengið. Það er í raun ígildi þess að fá sæti við kjaraborðið að tekjur þessara hópa hækki árlega í samræmi við almenna launaþróun. Eins og staðan er núna geta eldi borgarar haft atvinnutekjur upp að 200 þúsund krónum á mánuði án skerðinga á bótum almannatrygginga og svo verður áfram. Í dag mæli ég hins vegar fyrir öðru frumvarpi sem snýst um að bæta kjör aldraðra enn frekar. Verði frumvarpið að lögum mun það nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum (almenna frítekjumarkið) á næstu þremur árum. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir eldri borgara, enda er lífeyrir þeirra skertur allt of mikið í núverandi kerfi. Við í Flokki fólksins höfum ávallt haft það markmið að draga úr skerðingum almannatrygginga og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. Þetta frumvarp er mikilvægt skref á þeirri vegferð. Frumvarpið sem ég mæli fyrir í dag mun ekki einungis hækka almenna frítekjumarkið, heldur einnig tryggja að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót sinni eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri. Eins og kerfið er í dag fá þeir sem verða öryrkjar á unga aldri svo kallaða aldurstengda örorkuuppbót. Upphæð hennar ræðst af því hversu ungur viðkomandi var þegar viðkomandi varð öryrki. Rétt er að benda á að aldurstengda uppbótin tekur mið af nýju almannatryggingarkerfi sem tók gildi 1. september síðast liðinn. Fólk hefur hins vegar hingað til misst þessa aldurstengdu örorkuuppbót við það eitt að ná 67 ára aldri og fara á ellilífeyri. Með frumvarpinu sem ég mæli fyrir í dag verður bundinn endi á þetta óréttlæti og fólk fær að halda uppbótinni ævilangt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar