Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar 18. nóvember 2025 16:03 Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun