Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 09:32 Ég á vin sem er einhverfur. Hann er líka klár, margfróður, þrautseigur, skemmtilegur, fyndinn og býr yfir aðdáunarverðu jafnaðargeði. Hann er frábær manneskja og ég er heppin að hafa hann í lífi mínu. Hann er líka menntaður tölvunarfræðingur og auk þess, sem er ástæða þess að ég skrifa þetta, er hann að glíma við langtímaatvinnuleysi. Áður en vinur minn kláraði námið sagði hann einu sinni að eina vonin hans í lífinu væri að útskrifast sem tölvunarfræðingur. Það hljómar niðurdrepandi en ég skil alveg hvað hann meinar. Staða einhverfra á vinnumarkaði er erfið. Stór hluti starfa geta verið fjandsamleg einhverfu fólki, full af flóknum mannlegum samskiptum, óyrtum kröfum og í alls konar umhverfi sem getur leikið skynfærin grátt. Jafnvel í auglýsingum fyrir störf sem hafa ekkert með mannleg samskipti að gera er gerð krafa um framúrskarandi samskiptahæfni. Samkvæmt erlendri tölfræði er mjög hátt hlutfall einhverfra án atvinnu. Forritun er starf sem er talið henta einhverfu fólki mjög vel, og af minni reynslu að dæma þá er það almennt satt. Þau samskipti sem starfið felur í sér eru aðallega við þéttan hóp vinnufélaga og fjalla um tæknileg atriði, auk þess sem starfsumhverfið er rólegt. Verkefnin sem maður glímir við dags daglega krefjast þekkingar, rökhugsunar, hæfni til að kafa ofan í vandamálin og skynbragð á hin ýmsu smáatriði. Þetta eru eiginleikar sem einhverft fólk er oft framúrskarandi í. Vinur minn er fullkomlega eðlilegur ungur maður sem þráir ekkert heitar en að vinna fyrir sér og lifa sínu lífi eins og annað fólk. Hann er heilsuhraustur og hefur þrek og vilja til þess að vinna. Þrátt fyrir þetta gengur honum ekki að finna sér vinnu við hæfi. Það sem stendur í vegi fyrir honum er kannski helst það að hann er lítið gefinn fyrir yfirborðskennt spjall (e. small talk), forðast augnsamband og sýnir minni svipbrigði en flest fólk myndi gera í sömu aðstæðum. Hann virkar ekki endilega „hress“ á yfirborðinu. Hann tjáir sig á beinskeyttan hátt, segir það sem hann meinar og les ekki mikið á milli línanna, eitthvað sem ég tel alls ekki vera ókost, þvert á móti mætti samfélagið allt taka þennan eiginleika sér til fyrirmyndar. Ekkert af þessu hefur áhrif á hæfni hans til að starfa sem forritari, þetta gerir það hins vegar að verkum að hann á erfiðara með hefðbundin atvinnuviðtöl. Sumt fólk getur mistúlkað svipbrigðaleysið sem áhugaleysi eða skort á augnsambandi sem dónaskap, og ég hvet fólk sem lítur þannig á hlutina til þess að kynna sér einhverfu og tileinka sér meira umburðarlyndi í sínum samskiptum. Það er ömurlegt að horfa upp á það að ungur maður sem lagði það á sig að fara í háskólanám til að afla sér verðmætrar þekkingar, sem vill ekkert meira en að starfa við eitthvað þar sem hans styrkleikar fá að njóta sín, fái það ekki. Það er ekki bara ömurlegt fyrir hann sjálfan heldur er það tap fyrir allt samfélagið að hann, og annað fólk í hans stöðu, geti ekki fengið að láta ljós sitt skína og sé útilokað frá þátttöku í því að skapa samfélaginu öllu verðmæti. Ég biðla til ykkar að ráða vin minn í vinnu. Hvaða vinnustaður sem er væri heppinn að fá hann til vinnu. Ég hef áhyggjur af heilsu hans og velferð, og ég hef miklar efasemdir um heilbrigði menningarinnar á vinnumarkaði sem hafnar algjörlega starfskröftum hrausts ungs manns í blóma lífsins af því hann er ekki nógu góður í að spjalla sig í gegnum atvinnuviðtal. Ef þú veist um einhvern sem vill ráða vin minn endilega hafðu samband, ég er á ja.is. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Einhverfa Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég á vin sem er einhverfur. Hann er líka klár, margfróður, þrautseigur, skemmtilegur, fyndinn og býr yfir aðdáunarverðu jafnaðargeði. Hann er frábær manneskja og ég er heppin að hafa hann í lífi mínu. Hann er líka menntaður tölvunarfræðingur og auk þess, sem er ástæða þess að ég skrifa þetta, er hann að glíma við langtímaatvinnuleysi. Áður en vinur minn kláraði námið sagði hann einu sinni að eina vonin hans í lífinu væri að útskrifast sem tölvunarfræðingur. Það hljómar niðurdrepandi en ég skil alveg hvað hann meinar. Staða einhverfra á vinnumarkaði er erfið. Stór hluti starfa geta verið fjandsamleg einhverfu fólki, full af flóknum mannlegum samskiptum, óyrtum kröfum og í alls konar umhverfi sem getur leikið skynfærin grátt. Jafnvel í auglýsingum fyrir störf sem hafa ekkert með mannleg samskipti að gera er gerð krafa um framúrskarandi samskiptahæfni. Samkvæmt erlendri tölfræði er mjög hátt hlutfall einhverfra án atvinnu. Forritun er starf sem er talið henta einhverfu fólki mjög vel, og af minni reynslu að dæma þá er það almennt satt. Þau samskipti sem starfið felur í sér eru aðallega við þéttan hóp vinnufélaga og fjalla um tæknileg atriði, auk þess sem starfsumhverfið er rólegt. Verkefnin sem maður glímir við dags daglega krefjast þekkingar, rökhugsunar, hæfni til að kafa ofan í vandamálin og skynbragð á hin ýmsu smáatriði. Þetta eru eiginleikar sem einhverft fólk er oft framúrskarandi í. Vinur minn er fullkomlega eðlilegur ungur maður sem þráir ekkert heitar en að vinna fyrir sér og lifa sínu lífi eins og annað fólk. Hann er heilsuhraustur og hefur þrek og vilja til þess að vinna. Þrátt fyrir þetta gengur honum ekki að finna sér vinnu við hæfi. Það sem stendur í vegi fyrir honum er kannski helst það að hann er lítið gefinn fyrir yfirborðskennt spjall (e. small talk), forðast augnsamband og sýnir minni svipbrigði en flest fólk myndi gera í sömu aðstæðum. Hann virkar ekki endilega „hress“ á yfirborðinu. Hann tjáir sig á beinskeyttan hátt, segir það sem hann meinar og les ekki mikið á milli línanna, eitthvað sem ég tel alls ekki vera ókost, þvert á móti mætti samfélagið allt taka þennan eiginleika sér til fyrirmyndar. Ekkert af þessu hefur áhrif á hæfni hans til að starfa sem forritari, þetta gerir það hins vegar að verkum að hann á erfiðara með hefðbundin atvinnuviðtöl. Sumt fólk getur mistúlkað svipbrigðaleysið sem áhugaleysi eða skort á augnsambandi sem dónaskap, og ég hvet fólk sem lítur þannig á hlutina til þess að kynna sér einhverfu og tileinka sér meira umburðarlyndi í sínum samskiptum. Það er ömurlegt að horfa upp á það að ungur maður sem lagði það á sig að fara í háskólanám til að afla sér verðmætrar þekkingar, sem vill ekkert meira en að starfa við eitthvað þar sem hans styrkleikar fá að njóta sín, fái það ekki. Það er ekki bara ömurlegt fyrir hann sjálfan heldur er það tap fyrir allt samfélagið að hann, og annað fólk í hans stöðu, geti ekki fengið að láta ljós sitt skína og sé útilokað frá þátttöku í því að skapa samfélaginu öllu verðmæti. Ég biðla til ykkar að ráða vin minn í vinnu. Hvaða vinnustaður sem er væri heppinn að fá hann til vinnu. Ég hef áhyggjur af heilsu hans og velferð, og ég hef miklar efasemdir um heilbrigði menningarinnar á vinnumarkaði sem hafnar algjörlega starfskröftum hrausts ungs manns í blóma lífsins af því hann er ekki nógu góður í að spjalla sig í gegnum atvinnuviðtal. Ef þú veist um einhvern sem vill ráða vin minn endilega hafðu samband, ég er á ja.is. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun