Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 22:02 Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hrakfallasaga Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar