Kristófer Acox kallar sig glæpamann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 07:31 Kristófer Acox í leik með Valsmönnum í vetur. Vísir / Guðmundur Íslenski körfuboltamaðurinn Kristófer Acox hefur verið mikið í fréttum síðustu mánuði en aðallega vegna þess sem hann hefur gert utan vallar. Hann gerir þessa viðburðarríku mánuði upp á samfélagsmiðlum með stuttri en afar sérstakri yfirlýsingu. Kristófer missti fyrst af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu í haust þar sem landsliðsþjálfarinn neitaði að velja hann í landsliðið þótt flestir væru á því að íslenska landsliðið gæti notað einn af betri körfuboltamönnum landsins. Svo hófst tímabilið þar sem Valsmenn hafa verið í vandræðum og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum sínum. Kristófer hefur skorað 11,8 stig og tekið 9,8 fráköst í leik. Færsla Kristófers og myndin af honum í Coolbet-bolnum.@krisacox Kristófer tilkynnti fljótlega eftir að tímabilið hófst um samstarf sitt við erlent veðmálafyrirtæki sem er ólöglegt hér á landi. Kristófer greindi frá ákvörðuninni á Instagram þar sem hann sagði að hann væri orðinn meðlimur „Coolbet-fjölskyldunnar“. „Það verða pottþétt einhverjir ósáttir, en sjitt maður, ég er vanur því,“ sagði Kristófer í tilkynningunni sem hann síðan fjarlægði af síðunni eftir hörð viðbrögð úr mörgum áttum. Þau komu þó meira til vegna þess sem gerðist næst. Kristófer birtist nefnilega í framhaldinu í auglýsingu Coolbet á samfélagsmiðlinum X þar sem fólki var ráðlagt í veðmálum fyrir nokkra af körfuboltaleikjum þess kvölds. „Það hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið til að þéna peninga,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, þá í samtali við Vísi daginn eftir Myndböndin sem Kristófer setti á Instagram og myndina sem Coolbet birti á X voru síðan fjarlægð. Kristófer er hvergi sjáanlegur á samfélagsmiðlum Coolbet og sömuleiðis er Coolbet hvergi sjáanlegt lengur á samfélagsmiðlum Kristófers. Kristófer gerir upp þessa síðustu mánuði með myndaveislu á samfélagsmiðlinum Instagram en við hana skrifar hann: „Síðustu mánuðir hjá glæpamanninum Kristófer Acox,“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá hann á einni myndinni í bol merktum Coolbet. Það skal tekið fram að það má vissulega lesa mikla kaldhæðni úr þessu hjá Kristófer. View this post on Instagram A post shared by Kristófer Acox ♛ (@krisacox) Bónus-deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Kristófer missti fyrst af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu í haust þar sem landsliðsþjálfarinn neitaði að velja hann í landsliðið þótt flestir væru á því að íslenska landsliðið gæti notað einn af betri körfuboltamönnum landsins. Svo hófst tímabilið þar sem Valsmenn hafa verið í vandræðum og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum sínum. Kristófer hefur skorað 11,8 stig og tekið 9,8 fráköst í leik. Færsla Kristófers og myndin af honum í Coolbet-bolnum.@krisacox Kristófer tilkynnti fljótlega eftir að tímabilið hófst um samstarf sitt við erlent veðmálafyrirtæki sem er ólöglegt hér á landi. Kristófer greindi frá ákvörðuninni á Instagram þar sem hann sagði að hann væri orðinn meðlimur „Coolbet-fjölskyldunnar“. „Það verða pottþétt einhverjir ósáttir, en sjitt maður, ég er vanur því,“ sagði Kristófer í tilkynningunni sem hann síðan fjarlægði af síðunni eftir hörð viðbrögð úr mörgum áttum. Þau komu þó meira til vegna þess sem gerðist næst. Kristófer birtist nefnilega í framhaldinu í auglýsingu Coolbet á samfélagsmiðlinum X þar sem fólki var ráðlagt í veðmálum fyrir nokkra af körfuboltaleikjum þess kvölds. „Það hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið til að þéna peninga,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, þá í samtali við Vísi daginn eftir Myndböndin sem Kristófer setti á Instagram og myndina sem Coolbet birti á X voru síðan fjarlægð. Kristófer er hvergi sjáanlegur á samfélagsmiðlum Coolbet og sömuleiðis er Coolbet hvergi sjáanlegt lengur á samfélagsmiðlum Kristófers. Kristófer gerir upp þessa síðustu mánuði með myndaveislu á samfélagsmiðlinum Instagram en við hana skrifar hann: „Síðustu mánuðir hjá glæpamanninum Kristófer Acox,“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá hann á einni myndinni í bol merktum Coolbet. Það skal tekið fram að það má vissulega lesa mikla kaldhæðni úr þessu hjá Kristófer. View this post on Instagram A post shared by Kristófer Acox ♛ (@krisacox)
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira