Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2025 06:30 Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun