Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun