Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2025 21:10 Rebekka Rut var frábær í liði KR líkt og svo oft áður. Vísir/Anton Brink Baráttan á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta þegar fimm umferðum er lokið er hreint ótrúleg. KR og Stjarnan unnu ótrúlega nauma útisigra til að halda í við topplið Grindavíkur á meðan Haukar voru ekki í neinum vandræðum. Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ. Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Keflavík sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í leik sem var talinn eiga að vera formsatriði fyrir gestina þar sem Stjörnukonur höfðu tapað öllum sínum leikjum til þessa í deildinni. Annað átti eftir að koma á daginn og var það heimaliðið sem landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu eftir ótrúlegar lokamínútur. Lokatölur í Garðabæ 78-73 og Stjarnan komin á blað. Shaiquel Mcgruder var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Eva Wium Elíasdóttir kom þar á eftir með 18 stig, fjögur fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hjá Keflavík var Keishana Washington með 18 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Nýliðar KR hafa byrjað mótið vel en lentu í miklum vandræðum á Sauðárkróki. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu allt þangað til í blálokin. Þá voru það gestirnir úr vesturhluta Reykjavíkur sem reyndust sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 69-73. Marta Hermida var mögnuð í liði Tindastóls. Hún skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá KR var Molly Kaiser stigahæst með 23 stig. Hún tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir kom þar á eftir með 20 stig, þrjú fráköst og jafn margar stoðsendingar. Haukar áttu í engum vandræðum með Hamar/Þór í Ólafssal í Hafnafirði, lokatölur 103-77. Hjá Haukum var Amandine Justine Toi í sérflokki með 34 stig ásamt þremur stoðsendingum og tvö fráköstum. Sólrún Inga Gísladóttir kom þar á eftir með 15 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Jadakiss Nashi Guinn var best í liði gestanna með 37 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Að lokum vann Valur öruggan útisigur á nágrönnum sínum í Ármanni, lokatölur 69-87. Khiana Nickita Johnson var stigahæst í tapliðinu með 15 stig. Hún gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hjá Val var Reshawna Rosie Stone stigahæst með 25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar. Staðan í deildinni er þannig að Grindavík, Njarðvík, KR og Valur hafa öll unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum. Hamar/Þór er á botninum án stiga á meðan Stjarnan, Ármann og Tindastóll hafa aðeins unnið einn leik hver. Stöðutöfluna má sjá í heild sinni vef KKÍ.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum