Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar 29. október 2025 07:03 Í síðustu viku var Ferðaþjónustudagur Samtaka Ferðaþjónustunnar haldinn í Hörpunni. Þangað mættu um 300 manns sem öll höfðu það sameiginlega markmið að efla enn frekar gæði og tekjur af íslenskri ferðaþjónustu. En þar var einnig rætt við tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, þær Kristrúnu Frostadóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson, sem virðast horfa á íslenska ferðaþjónustu sem endalausa uppsprettu skatta í Ríkissjóð. Um næstu áramót stendur til að hækka skatta gríðarlega á alla bíleigendur með nánast tvöföldun vörugjalda og á sama tíma á nýtt kílómetragjald að taka gildi á alla bíla. Þessir nýju skattar munu hækka verðið á ferðum til Íslands í formi hærra verðs á bílaleigubílum og rútuferðum, og þrátt fyrir áður gefin loforð til ferðaþjónustunnar um 12-18 mánaða fyrirvara um nýja skatta, þá á að skella þessu á með engum fyrirvara. Gjaldtaka er ekki álagsstýring Til viðbótar við þessa nýju skatta á ferðaþjónustuna stendur til að setja nýja skatta á ferðamannastaði í eigu Ríkisins þó að þeir séu nánast allir farnir að innheimta bílastæðagjöld af gestum. Tilgangur þessara gjalda er sagður vera til að stýra betur álagi og fara í uppbyggingu innviða. Álagsstýring er vissulega af hinu góða og er álag á suma staði orðið mikið á vissum tíma dags á háannatíma á sumrin en á flestum ferðamannastöðum er álag langt frá því að vera komið að þolmörkum. Í vor var settur á stofn starfshópur um álagsstýringu á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins sem ég átti sæti í auk aðila úr ferðaþjónustunni, frá þjóðgörðum landsins og starfsmanna ráðuneytisins. Þessi hópur fékk það verkefni að koma með tillögur til ráðherra um álagsstýringu á ferðamannastöðum í eigu Ríkisins. Í sumar ákvað svo ráðuneytið að setja þessu vinnu í frost og tók verkefnið til sín. Þetta er það sem stjórnvöld kalla samráð við atvinnulífið. Fram kom í tali Kristrúnar Frostadóttur á Ferðaþjónustudeginum að ferðamenn væru alveg tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á helstu ferðamannastaði landsins. Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og er ég viss um að enginn ferðamaður væri boðinn og búinn að greiða ennþá meira fyrir heimsókn til okkar en hann greiðir í dag. Ferðamönnum finnst nóg um verðlag á Íslandi Það fyrirtæki sem ég stýri hefur starfrækt dagsferðir á okkar helstu ferðamannastaði í yfir 50 ár. Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 þá hefur verðlag hækkað um 50% og launavísitala hækkað um 84%. Til viðbótar hafa bæst við bílastæðagjöld á alla helstu áfangastaði okkar. Á sama tíma hafa dagsferðir okkar hækkað um 20-30%. Ef ferðamenn væru tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á þessa ferðamannastaði værum við búin að hækka verð í takt við þær hækkanir sem hafa lent á okkur fyrirtækjunum. Síðustu ár hafa fjögur fyrirtæki boðið uppá dagsferðir á stórum rútum. Nú er svo komið að tvö af þessum fjórum fyrirtækjum hafa hætt þessum rekstri þar sem arðsemin var ekki nægjanleg. Erfitt rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu höfum við þurft að takast á við taprekstur, fall WOW, heimsfaraldur, hækkandi kostnað og nú síðast fall Play. Til að bregðast við þessu þurftum við að finna leiðir til að spara í okkar rekstri, fækka starfsfólki, innleiða nýja tækni og hagræða á ýmsan hátt. Með sama hætti þarf að takast á við rekstur Ríkissjóðs en ríkisstjórnin auglýsti í lok síðasta árs eftir sparnaðartillögum frá almenningi og komu um 4.000 tillögur. Rekstur Ríkissjóðs hefur hækkað mikið á síðustu árum og eru mörg tækifæri þar til að spara og vona ég að ráðamenn okkar fari frekar að eyða kröftum sínum í þá vinnu heldur en að skemma mikilvægustu atvinnugrein landsins. Við sem störfum í ferðaþjónustu höfum það sameiginlega markmið að vilja auka verðmæti í greininni með enn betri upplifun, vöruþróun, lengri dvöl ferðamanna og hóflegri fjölgun gesta. Það skilar sér í auknum tekjum greinarinnar, fjölgun starfa, betri afkomu, hækkun launa og hækkun skatta til ríkisins, en þriðja hver króna sem kemur inn í íslenska ferðaþjónustu fer í Ríkissjóð. Höfundur er forstjóri Icelandia. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var Ferðaþjónustudagur Samtaka Ferðaþjónustunnar haldinn í Hörpunni. Þangað mættu um 300 manns sem öll höfðu það sameiginlega markmið að efla enn frekar gæði og tekjur af íslenskri ferðaþjónustu. En þar var einnig rætt við tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, þær Kristrúnu Frostadóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson, sem virðast horfa á íslenska ferðaþjónustu sem endalausa uppsprettu skatta í Ríkissjóð. Um næstu áramót stendur til að hækka skatta gríðarlega á alla bíleigendur með nánast tvöföldun vörugjalda og á sama tíma á nýtt kílómetragjald að taka gildi á alla bíla. Þessir nýju skattar munu hækka verðið á ferðum til Íslands í formi hærra verðs á bílaleigubílum og rútuferðum, og þrátt fyrir áður gefin loforð til ferðaþjónustunnar um 12-18 mánaða fyrirvara um nýja skatta, þá á að skella þessu á með engum fyrirvara. Gjaldtaka er ekki álagsstýring Til viðbótar við þessa nýju skatta á ferðaþjónustuna stendur til að setja nýja skatta á ferðamannastaði í eigu Ríkisins þó að þeir séu nánast allir farnir að innheimta bílastæðagjöld af gestum. Tilgangur þessara gjalda er sagður vera til að stýra betur álagi og fara í uppbyggingu innviða. Álagsstýring er vissulega af hinu góða og er álag á suma staði orðið mikið á vissum tíma dags á háannatíma á sumrin en á flestum ferðamannastöðum er álag langt frá því að vera komið að þolmörkum. Í vor var settur á stofn starfshópur um álagsstýringu á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins sem ég átti sæti í auk aðila úr ferðaþjónustunni, frá þjóðgörðum landsins og starfsmanna ráðuneytisins. Þessi hópur fékk það verkefni að koma með tillögur til ráðherra um álagsstýringu á ferðamannastöðum í eigu Ríkisins. Í sumar ákvað svo ráðuneytið að setja þessu vinnu í frost og tók verkefnið til sín. Þetta er það sem stjórnvöld kalla samráð við atvinnulífið. Fram kom í tali Kristrúnar Frostadóttur á Ferðaþjónustudeginum að ferðamenn væru alveg tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á helstu ferðamannastaði landsins. Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og er ég viss um að enginn ferðamaður væri boðinn og búinn að greiða ennþá meira fyrir heimsókn til okkar en hann greiðir í dag. Ferðamönnum finnst nóg um verðlag á Íslandi Það fyrirtæki sem ég stýri hefur starfrækt dagsferðir á okkar helstu ferðamannastaði í yfir 50 ár. Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 þá hefur verðlag hækkað um 50% og launavísitala hækkað um 84%. Til viðbótar hafa bæst við bílastæðagjöld á alla helstu áfangastaði okkar. Á sama tíma hafa dagsferðir okkar hækkað um 20-30%. Ef ferðamenn væru tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á þessa ferðamannastaði værum við búin að hækka verð í takt við þær hækkanir sem hafa lent á okkur fyrirtækjunum. Síðustu ár hafa fjögur fyrirtæki boðið uppá dagsferðir á stórum rútum. Nú er svo komið að tvö af þessum fjórum fyrirtækjum hafa hætt þessum rekstri þar sem arðsemin var ekki nægjanleg. Erfitt rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu höfum við þurft að takast á við taprekstur, fall WOW, heimsfaraldur, hækkandi kostnað og nú síðast fall Play. Til að bregðast við þessu þurftum við að finna leiðir til að spara í okkar rekstri, fækka starfsfólki, innleiða nýja tækni og hagræða á ýmsan hátt. Með sama hætti þarf að takast á við rekstur Ríkissjóðs en ríkisstjórnin auglýsti í lok síðasta árs eftir sparnaðartillögum frá almenningi og komu um 4.000 tillögur. Rekstur Ríkissjóðs hefur hækkað mikið á síðustu árum og eru mörg tækifæri þar til að spara og vona ég að ráðamenn okkar fari frekar að eyða kröftum sínum í þá vinnu heldur en að skemma mikilvægustu atvinnugrein landsins. Við sem störfum í ferðaþjónustu höfum það sameiginlega markmið að vilja auka verðmæti í greininni með enn betri upplifun, vöruþróun, lengri dvöl ferðamanna og hóflegri fjölgun gesta. Það skilar sér í auknum tekjum greinarinnar, fjölgun starfa, betri afkomu, hækkun launa og hækkun skatta til ríkisins, en þriðja hver króna sem kemur inn í íslenska ferðaþjónustu fer í Ríkissjóð. Höfundur er forstjóri Icelandia.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun