Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. október 2025 10:32 Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar