Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 22. október 2025 17:31 Í gærkvöldi (21.10.2025) mættum við nokkrar stelpur með POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) á opinn fund Samfylkingarinnar, þar sem meðal annarra var Alma Möller, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Við fórum þangað með von um að ræða okkar mál, koma reynslu okkar á framfæri og biðja um það eina sem við þurfum til að lifa eðlilegu lífi: að fá aftur vökvagjafirnar okkar, eða að minnsta kosti raunhæfa staðgöngumeðferð. Við komum ekki þangað til að rífast, heldur til að vekja athygli á raunverulegum vanda sem við, og margir aðrir með POTS, glímum við daglega. En þegar við fengum orðið varð okkur fljótt ljóst að engin raunveruleg hlustun fór fram. Það sem átti að vera opinn og lýðræðislegur fundur breyttist í þöggun og afneitun. Þegar við reyndum að útskýra að vökvagjafirnar skipta sköpum fyrir heilsu okkar og lífsgæði, var einfaldlega þaggað niður í okkur. Það sem stakk okkur sérstaklega var að aðrir fundargestir fengu að tala óáreittir og var hlustað á þá með virðingu, en þegar við eða aðrir nefndum POTS eða langvarandi afleiðingar COVID, var eins og við hefðum snert á bannorði. Þá var umræðan stöðvuð, viðmótið kulnaði og okkur var í raun þaggað niður. Það var eins og kerfið og þeir sem stjórna því, vildu einfaldlega ekki heyra sannleikann: að fólk með POTS er skilið eftir án meðferðar og án vonar. Þegar við töluðum um veikindin okkar, hvernig dagurinn byrjar með svima, hjartslætti og vanmátt, og hvernig vökvagjöfin hefur bókstaflega gert okkur kleift að halda áfram, þá var brugðist við með hroka, afsökunum og undanbrögðum. Þau sneru umræðunni út úr, reyndu að tala um eitthvað annað og það var skýrt að þau vildu ekki ræða POTS, vökvagjafir eða ábyrgð heilbrigðiskerfisins á okkar stöðu. Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt. Það sýnir svart á hvítu að þeir sem sitja við stjórnvöldin vilja ekki sjá raunveruleikann okkar. Þau vilja tala um heilbrigðiskerfið í víðum skilningi, en ekki um þau kerfisbundnu mistök sem bitna á einstaklingum eins og okkur. Við höfum upplifað það að þegar kerfið bregst, þá er það við sem þurfum að bera afleiðingarnar, ekki embættismenn eða ráðherrar. Við missum meðferð sem hefur hjálpað okkur, án þess að neitt annað komi í staðinn. Það er ekki stefna sem byggir á vísindum eða mannúð, heldur á skilningsleysi og sinnuleysi. Þegar heilbrigðisráðherra og flokkur sem kallar sig velferðarflokk mætir ungum konum með sjúkdóm og segir í raun og veru: „Við ætlum ekki að hlusta á ykkur“, þá er eitthvað mikið að. Það er ekki bara skortur á samkennd, heldur brot á trausti. Trausti sem almenningur á að geta haft til stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Við erum ekki tölur á excel-skjali, við erum manneskjur. Við erum ungar konur sem viljum vinna, lifa og taka þátt í samfélaginu en við getum það ekki ef líkaminn gefst upp. Vökvagjöfin er ekki lúxus, hún er nauðsyn. Hún gerir okkur kleift að standa upp, halda jafnvægi, borða, hugsa og lifa. Við krefjumst þess að þessi stefna verði endurskoðuð strax! Við krefjumst þess að rödd okkar verði tekin alvarlega. Og við krefjumst þess að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á þeirri skaðlegu ákvörðun að svipta fólk með POTS meðferð sem virkar. Við munum ekki þegja og við munum ekki láta þagga niður í okkur aftur.Við eigum rétt á að lifa, rétt á að fá hjálp og rétt á að láta heyra í okkur! Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir – kennaranemi við Háskólann á Akureyri og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi (21.10.2025) mættum við nokkrar stelpur með POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) á opinn fund Samfylkingarinnar, þar sem meðal annarra var Alma Möller, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Við fórum þangað með von um að ræða okkar mál, koma reynslu okkar á framfæri og biðja um það eina sem við þurfum til að lifa eðlilegu lífi: að fá aftur vökvagjafirnar okkar, eða að minnsta kosti raunhæfa staðgöngumeðferð. Við komum ekki þangað til að rífast, heldur til að vekja athygli á raunverulegum vanda sem við, og margir aðrir með POTS, glímum við daglega. En þegar við fengum orðið varð okkur fljótt ljóst að engin raunveruleg hlustun fór fram. Það sem átti að vera opinn og lýðræðislegur fundur breyttist í þöggun og afneitun. Þegar við reyndum að útskýra að vökvagjafirnar skipta sköpum fyrir heilsu okkar og lífsgæði, var einfaldlega þaggað niður í okkur. Það sem stakk okkur sérstaklega var að aðrir fundargestir fengu að tala óáreittir og var hlustað á þá með virðingu, en þegar við eða aðrir nefndum POTS eða langvarandi afleiðingar COVID, var eins og við hefðum snert á bannorði. Þá var umræðan stöðvuð, viðmótið kulnaði og okkur var í raun þaggað niður. Það var eins og kerfið og þeir sem stjórna því, vildu einfaldlega ekki heyra sannleikann: að fólk með POTS er skilið eftir án meðferðar og án vonar. Þegar við töluðum um veikindin okkar, hvernig dagurinn byrjar með svima, hjartslætti og vanmátt, og hvernig vökvagjöfin hefur bókstaflega gert okkur kleift að halda áfram, þá var brugðist við með hroka, afsökunum og undanbrögðum. Þau sneru umræðunni út úr, reyndu að tala um eitthvað annað og það var skýrt að þau vildu ekki ræða POTS, vökvagjafir eða ábyrgð heilbrigðiskerfisins á okkar stöðu. Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt. Það sýnir svart á hvítu að þeir sem sitja við stjórnvöldin vilja ekki sjá raunveruleikann okkar. Þau vilja tala um heilbrigðiskerfið í víðum skilningi, en ekki um þau kerfisbundnu mistök sem bitna á einstaklingum eins og okkur. Við höfum upplifað það að þegar kerfið bregst, þá er það við sem þurfum að bera afleiðingarnar, ekki embættismenn eða ráðherrar. Við missum meðferð sem hefur hjálpað okkur, án þess að neitt annað komi í staðinn. Það er ekki stefna sem byggir á vísindum eða mannúð, heldur á skilningsleysi og sinnuleysi. Þegar heilbrigðisráðherra og flokkur sem kallar sig velferðarflokk mætir ungum konum með sjúkdóm og segir í raun og veru: „Við ætlum ekki að hlusta á ykkur“, þá er eitthvað mikið að. Það er ekki bara skortur á samkennd, heldur brot á trausti. Trausti sem almenningur á að geta haft til stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Við erum ekki tölur á excel-skjali, við erum manneskjur. Við erum ungar konur sem viljum vinna, lifa og taka þátt í samfélaginu en við getum það ekki ef líkaminn gefst upp. Vökvagjöfin er ekki lúxus, hún er nauðsyn. Hún gerir okkur kleift að standa upp, halda jafnvægi, borða, hugsa og lifa. Við krefjumst þess að þessi stefna verði endurskoðuð strax! Við krefjumst þess að rödd okkar verði tekin alvarlega. Og við krefjumst þess að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á þeirri skaðlegu ákvörðun að svipta fólk með POTS meðferð sem virkar. Við munum ekki þegja og við munum ekki láta þagga niður í okkur aftur.Við eigum rétt á að lifa, rétt á að fá hjálp og rétt á að láta heyra í okkur! Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir – kennaranemi við Háskólann á Akureyri og sjúklingur með POTS.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun