Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar 21. október 2025 08:31 Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsagt eru margir tilbúnir að taka undir þá staðhæfingu að það þurfi ekki að fjölga börnum í heiminum. Þau séu þegar of mörg. En vandinn er sá að barnsfæðingum er grátlega misskipt. Í flestum Afríkuríkjum eiga foreldrar oft erfitt með að metta munna allra þeirra barna sem þeir hafa komið í heiminn, en víðast annars staðar lækkar fæðingartíðnin hratt. Á síðasta ári fæddust aðeins 4.311 börn á Íslandi, fæst frá upphafi mælinga. Og við erum löngu komin langt niður fyrir meðaltalið, 2,1 barn á konu, sem þarf til að þjóðin haldi sér í jafnvægi án þess að reiða sig á aðflutta. Fólk eignast sífellt færri börn í okkar heimshluta, og víðar, til dæmis í Japan. Öll ríki Norðurlanda standa frammi fyrir sama vanda, ríki sem löngum hafa verið fyrirmyndir annarra í jafnrétti og velferð fjölskyldna. Hluti skýringarinnar er aukin ófrjósemi, en langstærsti þátturinn er sá að fólk eignast sífellt færri börn, að yfirlögðu ráði. Mörg ríki hafa reynt að bregðast við þessari þróun með því að hækka barnabætur, lengja fæðingarorlof, bæta við leikskólum og greiða fyrir því með ýmsum leiðum að fólk vilji eignast börn. Ég hef hvergi fundið vísbendingar um að þessi viðleitni hafi breytt miklu. Fræðimenn hafa bent á margvíslegar skýringar á lækkandi fæðingartíðni, efnahagsleg áhrif eins og húsnæðisverð, vinnuálag og ótrygga framtíð. En helsta skýringin virðist menningarlegs eðlis. Ungt fólk seinkar barneignum, forgangsraðar menntun og starfsferli, og sér ekki fjölskyldulíf sem einu leiðina að lífsfyllingu. Það sér barneignir heldur ekki sem þjóðfélagslega skyldu og tekur því meðvitað ákvörðun um að eignast fá börn, eða engin. Rannsóknir á Íslandi sýna að valið barnleysi tengist ekki aðeins efnahag eða áhyggjum af hamfarahlýnun, heldur fremur hugmyndum um frelsi og sjálfsákvörðun. Margir lýsa því sem frelsandi að átta sig á að börn séu ekki nauðsynleg til að lífið sé þess virði að lifa því. Sumir telja jafnvel að heimurinn sé ekki góður staður til að bæta við nýju lífi, það sé ábyrgðarhluti að fæða barn inn í þessa veröld. Aðrir segja að það krefjist allt að því sérfræðiþekkingar að ala upp barn, eða vilja einfaldlega verja tíma og orku í annað en barnastúss. Þesssar raddir heyrðust ekki lengi vel, en heyrast nú hátt og skýrt. Og síðan er sjónarhornið sem ég minntist á fyrst: að Ísland þurfi ekki endilega að búa til fleiri Íslendinga. Það sé nóg af börnum í heiminum. Þau þurfi ekki öll að eiga íslenska foreldra. Þessi sýn kallar á aðra og opnari hugsun um framtíðina, þar sem vöxtur samfélagsins byggir ekki aðeins á fæðingartölum heldur á mannúð, samþættingu og fjölmenningu. En eins og svo oft þegar hugmyndin er falleg, er veruleikinn flóknari. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa dregist saman um meira en áttatíu prósent á síðustu tuttugu árum. Ríki í Asíu og Afríku, sem áður veittu heimildir til ættleiðingar barna, leggja nú áherslu á að börn alist upp í eigin menningu og hjá eigin fjölskyldu. Eftir stendur samfélag sem smátt og smátt deyr innanfrá. Gamalgróin lífsgildi, eins og þau að eftir menntun komi hjónaband og eftir hjónaband komi börn, eru ekki lengur viðtekin. Ekki bætir úr skák hér á landi að burðarstoðir samfélagsins, kerfi eins og húsnæðis-, mennta- og heilbrigðiskerfi, eru allar laskaðar. Ungt fólk með barneignir í huga hugsar sig því tvisvar um áður en það ákveður að fæða barn í heiminn þar sem ekki einu sinni leikskólapláss er tryggt. Stóra spurningin er því þessi: Hvernig sköpum við samfélag sem tekur fagnandi á móti hverju barni – og foreldrum þess? Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun