Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 12:31 Tommy Fleetwood faðmar son sinn, Frankie, eftir sigurinn á DP World India Championship. getty/Jason Butler Tommy Fleetwood stóð uppi sem sigurvegari á DP World India Championship um helgina. Um leið rættist ósk sonar enska kylfingsins. Eftir að Fleetwood tryggði sér sigurinn stökk sonur hans, Frankie, í fangið á honum, eitthvað sem hann hafði ekki fengið tækifæri til að gera áður. „Þetta var það sem ég hugsaði um allan daginn. Gæti ég komið mér í stöðu til að láta þetta gerast,“ sagði Fleetwood. „Þetta er bara einn af þessum litlu hlutum. Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og var mjög svalt. Þetta er það sem ég vildi gera allan daginn. Ég vona að fleiri slík augnablik fylgi og vonandi fáum við tækifæri til að endurtaka leikinn.“ Frankie var ekki viðstaddur þegar Fleetwood vann sinn fyrsta mót á PGA-mótaröðinni í ágúst og var ekki nógu gamall til að vera á staðnum er Fleetwood hrósaði síðast sigri á DP heimsmótaröðinni. Síðustu vikur hafa verið góðar fyrir Fleetwood en ekki er langt síðan hann vann Ryder-bikarinn ásamt félögum sínum í liði Evrópu. Fleetwood lék samtals á 22 höggum undir pari á mótinu á Indlandi um helgina. Hann var tveimur höggum á undan Keita Nakajima frá Japan. Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Eftir að Fleetwood tryggði sér sigurinn stökk sonur hans, Frankie, í fangið á honum, eitthvað sem hann hafði ekki fengið tækifæri til að gera áður. „Þetta var það sem ég hugsaði um allan daginn. Gæti ég komið mér í stöðu til að láta þetta gerast,“ sagði Fleetwood. „Þetta er bara einn af þessum litlu hlutum. Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og var mjög svalt. Þetta er það sem ég vildi gera allan daginn. Ég vona að fleiri slík augnablik fylgi og vonandi fáum við tækifæri til að endurtaka leikinn.“ Frankie var ekki viðstaddur þegar Fleetwood vann sinn fyrsta mót á PGA-mótaröðinni í ágúst og var ekki nógu gamall til að vera á staðnum er Fleetwood hrósaði síðast sigri á DP heimsmótaröðinni. Síðustu vikur hafa verið góðar fyrir Fleetwood en ekki er langt síðan hann vann Ryder-bikarinn ásamt félögum sínum í liði Evrópu. Fleetwood lék samtals á 22 höggum undir pari á mótinu á Indlandi um helgina. Hann var tveimur höggum á undan Keita Nakajima frá Japan.
Golf Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira