Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar 17. október 2025 08:32 Flestir Íslendingar hafa komið til Danmerkur. Og flestir sem hafa á annað borð heimsótt gömlu einokunarverslunarkúgarana hafa heimsótt höfuðborgina, Kaupmannahöfn. Þar er enda himneskt að vera. Eiginlega óþolandi frábært. Þar er gott að dvelja, fullt af fallegum og látlausum íbúðarbyggingum, gott að komast milli staða, gott að finna áningarstaði á alls konar grænum blettum þar sem börn geta leikið sér án þess að vera í lífshættu fyrir bílaumferð - og svo er óheyrilega mikið af góðu að borða. Hafið þið til dæmis smakkað fleskestegsandwich? Purusteikarsamloku, ég er ekki að grínast, þetta myndi slá svo mikið í gegn á Íslandi að það er ekki fyndið. En að máli málanna. Fyrir tveimur árum var ég í vinnuferð í Köben með Skipulagsstofnun. Þar hittum við alls konar fólk sem kemur að borgarskipulagi í þessari óþolandi frábæru borg. Eitt helvíti gott var þegar við fórum í gönguferð með Christian Dalsdorf, sem er arkitekt og verkefnisstjóri í hönnun borgarrýma fyrir By og Havn, borgarþróunarfyrirtæki sem er 95% í eigu Kaupmannahafnarborgar og 5% í eigu danska ríkisins. Fyrirtækið sér að miklu leyti um hönnun nýrra hverfa Kaupmannahafnar, selur framkvæmdaaðilum lóðir og setur þeim skilmála um ákveðin atriði sem varða gæði byggðar. Gengur þetta upp? Tja, Kaupmannahöfn er allavega talin besta borg heims samkvæmt The Economist, og hefur verið í fyrsta eða öðru sæti á þeim lista síðan 2022 og yfirleitt á topp 10 fyrir það. En í gönguferðinni var Dalsdorf spurður um bílastæðakjallara, hvort það væru ekki einhverjir slíkir í borginni? Gefum honum orðið. „Kaupmannahöfn er núna með ca. 1 stæði fyrir hverja byggða 100 fm, þótt markmiðið sé alltaf að reyna að fækka þeim, í takti við breyttar ferðavenjur íbúa. Þau stæði eru þá í miðlægum bílastæðahúsum, þar leigir fólk bara sitt stæði.“ En hvað með bílastæðakjallara, spurði ég þá aftur, eruð þið ekki að byggja þá? Hann svaraði, kurteist og afslappað: „Nei, það væri ekki skynsamlegt fyrir borgina. Bílastæðakjallarar eru mjög dýrir og tímafrekir í framkvæmd og þeir tefja þar með uppbyggingu húsnæðis og gera húsnæði dýrara. Og hverjir sitja uppi með þann kostnað? Jú, það eru íbúarnir. Við höfum ekki áhuga á því. Þar að auki eru bílakjallarar mjög „one-dimensional“ [innsk. lesist með „danglish“ hreim], þeir hafa í raun bara eitt hlutverk. Eftir 20-30 ár, þegar einkabílar verða mögulega úreltir, eða í öllu falli mun minna notaðir, þá gætum við setið uppi með hundruð þúsundir fermetra af steypu ofan í jörðinni sem væru ekkert notaðir. Þá er skynsamlegra að gera miðlæg bílastæðahús, gefa þeim svo síðar annað aðdráttarafl, verslun á jarðhæð eða leikvöll á þakinu [innsk. við vorum þarna í Nordhavn, einu nýjasta hverfi borgarinnar, á leikvelli, uppi á þaki bílastæðahúss] og ef eða þegar bílar verða minna notaðir þá er hægt að endurhanna rýmið og gefa því annan tilgang. Gallerí, léttur iðnaður, eða húsnæði. Það er líka betra fyrir jarðveginn að hafa enga kjallara og hjálpar okkur með götugögn og gróður. Þannig nei, það er ekki stefna Kaupmannahafnar að hafa „underground parking“.“ Fólk á Íslandi mætti auðvitað hugsa um þetta. Hve miklum tíma er eytt í að fjölga bílastæðum á hverju ári, hve miklu fé, sem fer beint í hækkun á verði fasteigna, sem við þurfum síðan öll að þola, t.d. með verðbólgu og tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel þótt við búum ekki einu sinni í húsnæði með bílakjallara. Við gætum byggt hraðar, gætum byggt meira og vandaðra, bara ef við endurhugsum þetta atriði. Það kann að hljóma léttvægt en er rosalega stórt ef þið spáið í það. Hvað varðar síðan verðlaunatillögu, og ég ítreka - tillögu - sænska fyrirtækisins FOJAB um hönnun nýs hverfis í Keldnalandi er talsvert um upplýsingaóreiðu. Gott er samt að hafa í huga varðandi það fyrirhugaða hverfi, sem og önnur, að það er enginn að neyða neinn til að flytja þangað. Ef fólk fílar íbúðir með mörgum bílastæðum er heill haugur af svoleiðis í boði annars staðar. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 6.000 íbúðir til sölu á fasteignavef Vísis, engin þeirra er í vistvænu hverfi. Sömuleiðis má minnast á að ákveðnir miðlar og einkaaðilar hafa farið í afar áberandi herferð um að Reykjavíkurborg sé að „útrýma bílastæðum“. Hér er því smá spurt og svarað. Ætlar borgin að banna bílakjallara? Ekki að ég ráði neinu um það en nei, það stendur ekki til og hefur aldrei staðið til. Hver er raunkostnaðurinn við bílastæði í bílakjallara, af hverju skiptir hann máli? Fyrir þau sem vilja bílastæði í kjallara og hafa efni á því, þá eru bílakjallarar besta mál. En það er alger misskilningur að nýjar íbúðir seljist ekki því það vanti bílastæði, íbúðir seljast ekki einmitt því það eru bílastæði - þau eru í bílakjallara, og hækka verð á hverri íbúð um 10-20% í minnsta lagi og enn meira ef sprengja þarf í klöpp, sem er því miður ekki óalgengt í Reykjavík. Nýjar íbúðir seljast ekki því þær eru of dýrar. Samkvæmt greiningu VSÓ frá 2023 kostar hvert bílastæði í bílakjallara að minnsta kosti 7 milljónir án virðisaukaskatts, og þá er ekki talinn rekstrarkostnaður út í hið óendanlega. Flestar erlendar rannsóknir gera ráð fyrir að fasteignaverð íbúða hækki um 15-25%, fylgi þeim bílastæði í kjallara. Þetta eru stórar upphæðir fyrir mjög stóran hluta almennings, sem þarf ekkert endilega á þeim lúxus að halda að hafa úlpu utan um úlpuna sína. En fatlaðir, eiga þeir að leggja í miðlægum bílastæðahúsum í Keldnalandi eða Veðurstofureit? Nei, ekki frekar en þeir vilja, en stæði fyrir fatlaða eiga að vera við byggingar, rétt eins og við höfum vanist hingað til, eða eins og segir í samgönguskipulaginu eins og það liggur fyrir: „stæði fyrir fatlaða ætti að staðsetja nálægt upphafs- og endapunktum.“ Þetta er mjög skýrt. Er Reykjavíkurborg að útrýma bílastæðum? Nei, í Reykjavíkurborg fjölgar stæðum sem aldrei fyrr en um þessar mundir eru fleiri bílastæði í borginni en hafa nokkurn tímann verið í sögu hennar. Núna eru um 1,3 bílastæða fyrir hvert mannsbarn í Reykjavík, sem er hæsta hlutfall bílastæða á hvern íbúa í Evrópu. Í Vín er hlutfallið t.d. 0,38 og í Berlín 0,3. Skrýtið að umhverfissálfræðingar kommenti aldrei á þetta, hvað allt þetta bílastæðaflæmi er mikið lýti á borginni okkar (t.d. í samanburði við Kaupmannahöfn). Fyrir Moggann, sem heldur því fram að borgin ætli að banna bílastæðakjallara má ennfremur minna á að aldrei í sögunni hafa verið byggðir jafn margir bílakjallarar og einmitt í valdatíð vinstrimeirihlutans sem hefur verið við völd síðan 2010. Fyrir þann tíma voru bílakjallarar í raun frekar fátíðir og einskorðuðust við algerar lúxusíbúðir. Ertu á móti bílum? Alls ekki. Ég er hlynntur því að fólk hafi val. Til dæmis um hvaða ferðamáta það velur sér og í hvers konar húsnæði það vill helst búa í og hvar það húsnæði er staðsett. Vilji fólk aka bíl er það í fínasta lagi. Vilji fólk nota hjól eða rafhjól er það líka í fínasta lagi. Best er að við fáum öll að velja það sem hentar okkur best. Þá gengur líka allt betur, sérstaklega fyrir ökumenn – séu raunverulegir valkostir í boði eru þeim mun fleiri sem ferðast öðruvísi en á bíl, og um leið meira pláss á götunum fyrir þau sem vilja raunverulega aka bíl og mun minni umferðartafir. Við sem verðum aldrei sannfærð um að það sé farsælt að hafa val, eigum við að stíla hatursathugasemdir á samfélagsmiðlum á danska arkitektinn eða þig? Mig! Ég tek fulla ábyrgð á þessum skrifum. En best væri að fólk myndi temja sér kurteisi. Eða nei. Ég fyrirgef hatursorðræðuna ef hún er í það minnsta smá fyndin. Þá fæ ég kannski að lesa upp bestu/verstu kommentin einhvern tímann hjá Gísla Marteini. Hvað gerir Kaupmannahöfn að bestu borg heims? Það er af mörgu að taka, en ef ég ætti að velja eitthvað eitt, þá væri það hinn fullkomni hádegismatur sem samanstendur af fleskestegsandwich og svelljökulhrímuðum Tuborg Grøn í gleri. Verður að vera í Danmörku, verður að vera í gleri. Óþolandi fullkomið. Helvítis Danir! Höfundur er borgarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Skipulag Björn Teitsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar hafa komið til Danmerkur. Og flestir sem hafa á annað borð heimsótt gömlu einokunarverslunarkúgarana hafa heimsótt höfuðborgina, Kaupmannahöfn. Þar er enda himneskt að vera. Eiginlega óþolandi frábært. Þar er gott að dvelja, fullt af fallegum og látlausum íbúðarbyggingum, gott að komast milli staða, gott að finna áningarstaði á alls konar grænum blettum þar sem börn geta leikið sér án þess að vera í lífshættu fyrir bílaumferð - og svo er óheyrilega mikið af góðu að borða. Hafið þið til dæmis smakkað fleskestegsandwich? Purusteikarsamloku, ég er ekki að grínast, þetta myndi slá svo mikið í gegn á Íslandi að það er ekki fyndið. En að máli málanna. Fyrir tveimur árum var ég í vinnuferð í Köben með Skipulagsstofnun. Þar hittum við alls konar fólk sem kemur að borgarskipulagi í þessari óþolandi frábæru borg. Eitt helvíti gott var þegar við fórum í gönguferð með Christian Dalsdorf, sem er arkitekt og verkefnisstjóri í hönnun borgarrýma fyrir By og Havn, borgarþróunarfyrirtæki sem er 95% í eigu Kaupmannahafnarborgar og 5% í eigu danska ríkisins. Fyrirtækið sér að miklu leyti um hönnun nýrra hverfa Kaupmannahafnar, selur framkvæmdaaðilum lóðir og setur þeim skilmála um ákveðin atriði sem varða gæði byggðar. Gengur þetta upp? Tja, Kaupmannahöfn er allavega talin besta borg heims samkvæmt The Economist, og hefur verið í fyrsta eða öðru sæti á þeim lista síðan 2022 og yfirleitt á topp 10 fyrir það. En í gönguferðinni var Dalsdorf spurður um bílastæðakjallara, hvort það væru ekki einhverjir slíkir í borginni? Gefum honum orðið. „Kaupmannahöfn er núna með ca. 1 stæði fyrir hverja byggða 100 fm, þótt markmiðið sé alltaf að reyna að fækka þeim, í takti við breyttar ferðavenjur íbúa. Þau stæði eru þá í miðlægum bílastæðahúsum, þar leigir fólk bara sitt stæði.“ En hvað með bílastæðakjallara, spurði ég þá aftur, eruð þið ekki að byggja þá? Hann svaraði, kurteist og afslappað: „Nei, það væri ekki skynsamlegt fyrir borgina. Bílastæðakjallarar eru mjög dýrir og tímafrekir í framkvæmd og þeir tefja þar með uppbyggingu húsnæðis og gera húsnæði dýrara. Og hverjir sitja uppi með þann kostnað? Jú, það eru íbúarnir. Við höfum ekki áhuga á því. Þar að auki eru bílakjallarar mjög „one-dimensional“ [innsk. lesist með „danglish“ hreim], þeir hafa í raun bara eitt hlutverk. Eftir 20-30 ár, þegar einkabílar verða mögulega úreltir, eða í öllu falli mun minna notaðir, þá gætum við setið uppi með hundruð þúsundir fermetra af steypu ofan í jörðinni sem væru ekkert notaðir. Þá er skynsamlegra að gera miðlæg bílastæðahús, gefa þeim svo síðar annað aðdráttarafl, verslun á jarðhæð eða leikvöll á þakinu [innsk. við vorum þarna í Nordhavn, einu nýjasta hverfi borgarinnar, á leikvelli, uppi á þaki bílastæðahúss] og ef eða þegar bílar verða minna notaðir þá er hægt að endurhanna rýmið og gefa því annan tilgang. Gallerí, léttur iðnaður, eða húsnæði. Það er líka betra fyrir jarðveginn að hafa enga kjallara og hjálpar okkur með götugögn og gróður. Þannig nei, það er ekki stefna Kaupmannahafnar að hafa „underground parking“.“ Fólk á Íslandi mætti auðvitað hugsa um þetta. Hve miklum tíma er eytt í að fjölga bílastæðum á hverju ári, hve miklu fé, sem fer beint í hækkun á verði fasteigna, sem við þurfum síðan öll að þola, t.d. með verðbólgu og tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel þótt við búum ekki einu sinni í húsnæði með bílakjallara. Við gætum byggt hraðar, gætum byggt meira og vandaðra, bara ef við endurhugsum þetta atriði. Það kann að hljóma léttvægt en er rosalega stórt ef þið spáið í það. Hvað varðar síðan verðlaunatillögu, og ég ítreka - tillögu - sænska fyrirtækisins FOJAB um hönnun nýs hverfis í Keldnalandi er talsvert um upplýsingaóreiðu. Gott er samt að hafa í huga varðandi það fyrirhugaða hverfi, sem og önnur, að það er enginn að neyða neinn til að flytja þangað. Ef fólk fílar íbúðir með mörgum bílastæðum er heill haugur af svoleiðis í boði annars staðar. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 6.000 íbúðir til sölu á fasteignavef Vísis, engin þeirra er í vistvænu hverfi. Sömuleiðis má minnast á að ákveðnir miðlar og einkaaðilar hafa farið í afar áberandi herferð um að Reykjavíkurborg sé að „útrýma bílastæðum“. Hér er því smá spurt og svarað. Ætlar borgin að banna bílakjallara? Ekki að ég ráði neinu um það en nei, það stendur ekki til og hefur aldrei staðið til. Hver er raunkostnaðurinn við bílastæði í bílakjallara, af hverju skiptir hann máli? Fyrir þau sem vilja bílastæði í kjallara og hafa efni á því, þá eru bílakjallarar besta mál. En það er alger misskilningur að nýjar íbúðir seljist ekki því það vanti bílastæði, íbúðir seljast ekki einmitt því það eru bílastæði - þau eru í bílakjallara, og hækka verð á hverri íbúð um 10-20% í minnsta lagi og enn meira ef sprengja þarf í klöpp, sem er því miður ekki óalgengt í Reykjavík. Nýjar íbúðir seljast ekki því þær eru of dýrar. Samkvæmt greiningu VSÓ frá 2023 kostar hvert bílastæði í bílakjallara að minnsta kosti 7 milljónir án virðisaukaskatts, og þá er ekki talinn rekstrarkostnaður út í hið óendanlega. Flestar erlendar rannsóknir gera ráð fyrir að fasteignaverð íbúða hækki um 15-25%, fylgi þeim bílastæði í kjallara. Þetta eru stórar upphæðir fyrir mjög stóran hluta almennings, sem þarf ekkert endilega á þeim lúxus að halda að hafa úlpu utan um úlpuna sína. En fatlaðir, eiga þeir að leggja í miðlægum bílastæðahúsum í Keldnalandi eða Veðurstofureit? Nei, ekki frekar en þeir vilja, en stæði fyrir fatlaða eiga að vera við byggingar, rétt eins og við höfum vanist hingað til, eða eins og segir í samgönguskipulaginu eins og það liggur fyrir: „stæði fyrir fatlaða ætti að staðsetja nálægt upphafs- og endapunktum.“ Þetta er mjög skýrt. Er Reykjavíkurborg að útrýma bílastæðum? Nei, í Reykjavíkurborg fjölgar stæðum sem aldrei fyrr en um þessar mundir eru fleiri bílastæði í borginni en hafa nokkurn tímann verið í sögu hennar. Núna eru um 1,3 bílastæða fyrir hvert mannsbarn í Reykjavík, sem er hæsta hlutfall bílastæða á hvern íbúa í Evrópu. Í Vín er hlutfallið t.d. 0,38 og í Berlín 0,3. Skrýtið að umhverfissálfræðingar kommenti aldrei á þetta, hvað allt þetta bílastæðaflæmi er mikið lýti á borginni okkar (t.d. í samanburði við Kaupmannahöfn). Fyrir Moggann, sem heldur því fram að borgin ætli að banna bílastæðakjallara má ennfremur minna á að aldrei í sögunni hafa verið byggðir jafn margir bílakjallarar og einmitt í valdatíð vinstrimeirihlutans sem hefur verið við völd síðan 2010. Fyrir þann tíma voru bílakjallarar í raun frekar fátíðir og einskorðuðust við algerar lúxusíbúðir. Ertu á móti bílum? Alls ekki. Ég er hlynntur því að fólk hafi val. Til dæmis um hvaða ferðamáta það velur sér og í hvers konar húsnæði það vill helst búa í og hvar það húsnæði er staðsett. Vilji fólk aka bíl er það í fínasta lagi. Vilji fólk nota hjól eða rafhjól er það líka í fínasta lagi. Best er að við fáum öll að velja það sem hentar okkur best. Þá gengur líka allt betur, sérstaklega fyrir ökumenn – séu raunverulegir valkostir í boði eru þeim mun fleiri sem ferðast öðruvísi en á bíl, og um leið meira pláss á götunum fyrir þau sem vilja raunverulega aka bíl og mun minni umferðartafir. Við sem verðum aldrei sannfærð um að það sé farsælt að hafa val, eigum við að stíla hatursathugasemdir á samfélagsmiðlum á danska arkitektinn eða þig? Mig! Ég tek fulla ábyrgð á þessum skrifum. En best væri að fólk myndi temja sér kurteisi. Eða nei. Ég fyrirgef hatursorðræðuna ef hún er í það minnsta smá fyndin. Þá fæ ég kannski að lesa upp bestu/verstu kommentin einhvern tímann hjá Gísla Marteini. Hvað gerir Kaupmannahöfn að bestu borg heims? Það er af mörgu að taka, en ef ég ætti að velja eitthvað eitt, þá væri það hinn fullkomni hádegismatur sem samanstendur af fleskestegsandwich og svelljökulhrímuðum Tuborg Grøn í gleri. Verður að vera í Danmörku, verður að vera í gleri. Óþolandi fullkomið. Helvítis Danir! Höfundur er borgarfræðingur.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun