Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. október 2025 18:47 Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun