Viðskipti innlent

ASÍ í­trekar á­kall til stjórn­valda um að bregðast við lokun PCC á Bakka

Lovísa Arnardóttir skrifar
Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ.
Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Arnar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og nágrenni vegna lokunar kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Í ályktun miðstjórnar, sem samþykkt var á fundi þeirra í gær, hvetur stjórnin stjórnvöld til að bregðast við hið fyrsta þannig að unnt verði að hefja rekstur fyrirtækisins á ný.

Í því efni skipti mestu að rekstrarumhverfi PCC verði bætt með beinskeyttum aðgerðum. Í ályktun kemur einnig fram að miðstjórn leggi áherslu á að stöðvun rekstursins megi rekja til erfiðleika á mörkuðum og röskunar þeirra vegna tollastríðs.

Þá sé samkeppnisstaða gagnvart Kína erfið þar sem verkafólk, sem nýtur engra réttinda og býr við ömurleg launakjör, framleiði ódýran kísilmálm í miklu magni.

„Hátt í 200 störf tengjast beint starfsemi PCC að meðtöldum undirverktökum. Afleidd störf af starfseminni skipta hundruðum. Lokun verksmiðjunnar, sem er ein hin fullkomnasta í heiminum, er mikið áfall fyrir atvinnulíf á Norðurlandi og alvarlegra áhrifa er þegar tekið gæta,“ segir í ályktuninni og að því ítreki miðstjórn ASÍ ákall sitt til stjórnvalda um að brugðist verði við hið fyrsta.

Gífurlegir hagsmunir séu í húfi, jafnt fyrir atvinnulíf á Norðurlandi sem þjóðarbúið sjálft.


Tengdar fréttir

Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi

Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar.

78 sagt upp í þremur hóp­upp­sögnum

Þrjár tilkynningar um hópuppsögn bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði. Ellefu var sagt upp í hópuppsögn í júní og alls 67 í tveimur hópuppsögnum í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×