Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar 15. október 2025 22:30 Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun