Íslenskur Pútínismi Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova skrifa 13. október 2025 20:00 Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Rússland Vladimír Pútín Hælisleitendur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar