Íslenskur Pútínismi Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova skrifa 13. október 2025 20:00 Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Rússland Vladimír Pútín Hælisleitendur Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Þetta er ástæðan — vegna þess að um leið og þeir gera það, eru þeir skildir eftir einir og yfirgefnir, sviptir allri von um að geta átt sér líf sem einkennist af öryggi og mannlegri reisn. Þeir lifa í stöðugum ótta við að vera sendir aftur heim — til að vera dæmdir fyrir landráð, til að vera fangelsaðir það sem eftir er ævinnar. Af þessu leiðir að svo margir kjósa frekar þögnina. Ekki vegna þess að þeir eru samþykkir, heldur vegna þess að þeir þekkja ógnarstjórnina af eigin raun.. Í heimi sem hefur verið tættur í sundur af hömlulausum einræðisherrum og ótta er samstaða síðasta vopnið sem er nógu öflugt til að stuðla að endurreisn hans. Gadzhi Gadzhiev og eiginkona hans Mariiam Taimova flúðu þá sömu ógnarstjórn og hér er lýst, ásamt syni sínum og leituðu skjóls hér á Íslandi. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla eignaðist hún hér á landi tvíbura með erfiðum keisaraskurði. Aðeins tveimur vikum síðar voru þessir tvíburar og tveggja ára bróðir þeirra sendir til Króatíu ásamt foreldrum sínum. Nánasta fjölskylda Gadzhi – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að. Það eina sem þau þráðu var að sameinast fjölskyldu sinni og lifa við öryggi. Gadzhi fæddist inn í fjölskyldu sem þorði að segja sannleikann — móðir hans gagnrýndi opinberlega stjórn Pútíns, kallaði hana því sem hún er: hryðjuverkastjórn byggða á lygum og ótta.Vegna þessa urðu þau öll skotmörk. Þau flúðu til Íslands — með ekkert annað í farteskinu en vonina um öryggi. Í Rússlandi var Gadzhi rænt, pyntaður og dæmdur í fimm ára fangelsi. Eini „glæpurinn“ sem hann hafði framið var sá að vera sonur konu sem þorði að tala gegn einræði — og fyrir að hafa sjálfur þorað að gera hið sama. Það er erfitt fyrir okkur að ímynda sér hvað fjölskylda Gadzhi gekk í gegnum, þó við vitum vel hvað sé að gerast í Rússlandi. Við getum rétt ímyndað okkur það — því þrátt fyrir að aðeins önnur okkar hafi setið í rússnesku fangelsi þá höfum við báðar næga reynslu af lögreglustöðvum, yfirheyrslum og pólitískum ofsóknum. Við erum pólitískar flóttakonur og eigum yfir höfði okkar langan fangelsisdóm í Rússlandi, fyrir það eitt að yrkja lag. Og við getum ekki með neinu móti komið orðum að því hversu mikill ótti og örvænting fylgir því að vera eltur af ríki Pútíns. En gott og vel, við þekkjum öll martraðarkennda harðstjórn Pútíns. En hvað með Ísland? Lýðræðisríki sem segist standa vörð um frelsi fólks — kannski ekki alls fólks, heldur aðeins þess sem er hentugast að vernda? Það er með öllu óskiljanlegt að Útlendingastofnun skuli vísa úr landi fólki sem stendur frammi fyrir því einu að sæta pyntingum og fangelsun. Hvernig getur þetta gerst hér? Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns? Þessari fjölskyldu verður að koma aftur heim til Íslands. Því þegar lýðræðisríki sendir fólk á flótta aftur í harðstjórnina, þá verður það sjálft hluti af þeirri harðstjórn. Hvenær ákváðum við að samkennd, að það eitt að vera manneskja, væri háð landamærum? Þegar ríkisvaldið snýr sér undan, þegar stofnanir meðhöndla pólitíska flóttamenn á þennan hátt, verður það hluti af þeirri ofbeldismaskínu sem fólkið er að flýja frá. Það auðveldasta er að loka augunum og ímynda sér að þetta sé ekki til — að lifa sínu eigin lífi, í sínum eigin heimi, og kjósa að hunsa óréttlætið sem kostar fólk lífið. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld komi þessari fjölskyldu aftur hingað — og endurskoði stefnu sína gagnvart flóttafólki og pólitískum útlögum. Við biðlum til almennings að láta orðið berast og segja fjölskyldum ykkar, vinum, samstarfsfólki og öllum sem þið þekkið frá því siðrofi sem hefur átt sér stað í máli þessarar fjölskyldu. Notið raddir ykkar og með samtakamáttinn að leiðarljósi, þá komum við fjölskyldunni aftur til Íslands. Höfundar eru pólitískar flóttakonur frá Rússlandi og liðskonur Pussy Riot.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun