Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 07:03 Jörðin séð frá gervihnetti NASA. NASA Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu. Skuggavaldið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Sjá meira
En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu.
Skuggavaldið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“