Körfubolti

Rifust um oln­boga­skot Drungilas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adomas Drungilas og Fran Aron Booker áttust við undir körfunni.
Adomas Drungilas og Fran Aron Booker áttust við undir körfunni. Sýn Sport

Það gekk mikið á í glímu Adomas Drungilas og Arons Booker í stórleik Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla í körfubolta í vikunni.

Bónus Extra fór aðeins yfir samskipti þeirra í þessum jafna og spennandi leik.

„Það voru nokkrir svona umdeildir dómarar í þessum leik. Við ætlum að byrja á því þegar að Adomas Drungilas og Frank Aron Booker lenda í smá samstuði þarna. Frank fær villuna dæmda á sig og Drungilas fær ekki neitt dæmt á sig þarna,“ sagði Stefán Árni Pálsson.

Þeir sýndu atvikið og þá kom í ljós að Tómas Steindórsson og gestur þáttarins, Andri Már Eggertsson, voru ekki sammála um þetta atvik. Tómas sá þetta sem leikaraskap hjá Aroni.

Klippa: Extra: Rifust um olnbogaskot Drungilas

„Ég er bara sammála dómaranum. Þetta er bara flopp á hann. Hann krækir í Drungilas og Drungilas setur upp hendurnar og snýr sér bara við. Hann snertir hann aðeins með þríhöfða,“ sagði Tómas Steindórsson.

„Þetta er olnboginn,“ sagði Andri Már Eggertsson.

„Nei, nei, þetta er aldrei olnboginn,“ sagði Tómas

„Tommi, það er ekki hægt að dæma flop á það þegar hann kemur með olnbogann þarna,“ sagði Andri

„Hann var löngu byrjaður að detta áður en einhver snerting kom. Hann er bara að vernda sitt svæði undir körfunni. Booker er búinn að krækja í hann,“ sagði Tómas.

„Af hverju áttu eitthvað svæði þegar boltinn er ekki einu sinni í leik. Þá er ekki hægt að vernda eitt eða neitt,“ sagði Andri.

„Booker byrjar á þessu og er bara að reyna eitthvað. Bara vel gert hjá dómaranum þarna því það var bara ekkert á þetta,“ sagði Tómas.

Það má sjá rifrildi þeirra hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×