Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 19:13 Ofan á kröfu um greiðslu upp á rúman milljarð vegna losunarheimilda bætist sekt frá Umhverfis- og orkustofnun upp á 2,3 milljarða króna. Vísir/Egill Umhverfis- og orkustofnun mun sekta þrotabú flugfélagsins Play um 2,3 milljarða vegna þess að félagið greiddi ekki losunarheimildir sem það skuldaði og voru á gjalddaga daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot þess. Einar Halldórsson, teymisstjóri hjá teymi loftgæða og losunarheimilda hjá stofnuninni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Með sektinni sé stofnunin að sinna skyldu sinni, en hún fer með framkvæmd laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. „Okkur ber skylda að sekta þá flugrekstraraðila inni í kerfinu sem hafa ekki gert upp fyrir frestinn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og kunnugt er tilkynnti flugfélagið að starfsemi þess yrði hætt mánudagsmorguninn 29. september. Daginn eftir átti flugfélagið að standa skil á greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar segir sektina nema hundrað evrum á hvert tonn sem ekki er gert upp og muni í heildina nema 2,3 milljörðum króna. Aðspurður hvort hann telji að sektin verði greidd segist Einar meðvitaður um að aðrar kröfur í þrotabúið gangi að öllum líkindum framar þessari. „Ef maður tekur mið af því sem gerðist í Wow air-málinu á sínum tíma þá er hvorki líklegt að það fáist nokkuð upp í skuldirnar né að það sé til fjármagn til að gera upp losunarheimildir miðað við aðrar kröfur,“ segir Einar. Eftir gjaldþrot Wow air var lögð stjórnvaldssekt á þrotabú félagsins upp á tæpa fjóra milljarða króna. Sektin var sú hæsta sem Umhverfisstofnun hafði lagt á. Landsréttur hafnaði kröfu stofnunarinnar um að þrotabúið greiddi sektina í lok 2020. „En það liggur ljóst fyrir að okkur ber skylda til að leggja þessa sekt á,“ segir Einar og bendir á að sú skylda liggi enn á flugfélaginu að gera upp þær losunarheimildir sem voru á gjalddaga þann 30. september. Gjaldþrot Play Play Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Einar Halldórsson, teymisstjóri hjá teymi loftgæða og losunarheimilda hjá stofnuninni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Með sektinni sé stofnunin að sinna skyldu sinni, en hún fer með framkvæmd laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. „Okkur ber skylda að sekta þá flugrekstraraðila inni í kerfinu sem hafa ekki gert upp fyrir frestinn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og kunnugt er tilkynnti flugfélagið að starfsemi þess yrði hætt mánudagsmorguninn 29. september. Daginn eftir átti flugfélagið að standa skil á greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar segir sektina nema hundrað evrum á hvert tonn sem ekki er gert upp og muni í heildina nema 2,3 milljörðum króna. Aðspurður hvort hann telji að sektin verði greidd segist Einar meðvitaður um að aðrar kröfur í þrotabúið gangi að öllum líkindum framar þessari. „Ef maður tekur mið af því sem gerðist í Wow air-málinu á sínum tíma þá er hvorki líklegt að það fáist nokkuð upp í skuldirnar né að það sé til fjármagn til að gera upp losunarheimildir miðað við aðrar kröfur,“ segir Einar. Eftir gjaldþrot Wow air var lögð stjórnvaldssekt á þrotabú félagsins upp á tæpa fjóra milljarða króna. Sektin var sú hæsta sem Umhverfisstofnun hafði lagt á. Landsréttur hafnaði kröfu stofnunarinnar um að þrotabúið greiddi sektina í lok 2020. „En það liggur ljóst fyrir að okkur ber skylda til að leggja þessa sekt á,“ segir Einar og bendir á að sú skylda liggi enn á flugfélaginu að gera upp þær losunarheimildir sem voru á gjalddaga þann 30. september.
Gjaldþrot Play Play Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent