Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2025 16:00 Collin Morikawa fannst stuðningsmenn Bandaríkjanna ganga of langt í Ryder-bikarnum. epa/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH Collin Morikawa segir að stuðningsmenn bandaríska liðsins hafi líklega farið yfir strikið með framkomu sinni á Ryder-bikarnum um þarsíðustu helgi. Evrópa vann Ryder-bikarinn sem fór fram á Bethpage Black golfvellinum í New York. Stuðningsmenn Bandaríkjanna létu ófriðlega á meðan keppni stóð, sérstaklega við Rory McIlroy. Þá var glösum kastað í eiginkonu hans, Ericu. McIlroy sagði að framkoma stuðningsmanna Bandaríkjanna hefði verið óásættanleg. Grínistinn Heather McMahan, sem var fengin til að vera þulur á Ryder-bikarnum, baðst afsökunar á framkomu sinni en hún hvatti stuðningsmenn Bandaríkjanna til að láta McIlroy og félaga í evrópska liðinu heyra það. McMahan var ekki við störf á þriðja og síðasta degi Ryder-bikarsins. Fyrir Ryder-bikarinn óskaði Morikawa eftir því að stuðningsmenn Bandaríkjanna þyrluðu upp ryki og yrðu með læti. Hann segir nú að stuðningsmennirnir hafi líklega gengið of langt. „Það á að vera mikil orka á Ryder-bikarnum og þegar ég talaði um óreiðu bað ég stuðningsmennina ekki um að vera dónalega. Ég á ekki að eigna mér það þegar fólk er dónalegt,“ sagði Morikawa. Bandaríska liðið var í miklum vandræðum fyrstu tvo keppnisdagana í Ryder-bikarnum en kom til baka á þeim þriðja og úr varð spennandi keppni. En Evrópa hafði betur, 15-13, og vann Ryder-bikarinn á bandarískri grundu í fyrsta sinn í þrettán ár. Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. 29. september 2025 10:02 Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. 28. september 2025 21:55 Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar. 28. september 2025 14:45 Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00 Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Evrópa vann Ryder-bikarinn sem fór fram á Bethpage Black golfvellinum í New York. Stuðningsmenn Bandaríkjanna létu ófriðlega á meðan keppni stóð, sérstaklega við Rory McIlroy. Þá var glösum kastað í eiginkonu hans, Ericu. McIlroy sagði að framkoma stuðningsmanna Bandaríkjanna hefði verið óásættanleg. Grínistinn Heather McMahan, sem var fengin til að vera þulur á Ryder-bikarnum, baðst afsökunar á framkomu sinni en hún hvatti stuðningsmenn Bandaríkjanna til að láta McIlroy og félaga í evrópska liðinu heyra það. McMahan var ekki við störf á þriðja og síðasta degi Ryder-bikarsins. Fyrir Ryder-bikarinn óskaði Morikawa eftir því að stuðningsmenn Bandaríkjanna þyrluðu upp ryki og yrðu með læti. Hann segir nú að stuðningsmennirnir hafi líklega gengið of langt. „Það á að vera mikil orka á Ryder-bikarnum og þegar ég talaði um óreiðu bað ég stuðningsmennina ekki um að vera dónalega. Ég á ekki að eigna mér það þegar fólk er dónalegt,“ sagði Morikawa. Bandaríska liðið var í miklum vandræðum fyrstu tvo keppnisdagana í Ryder-bikarnum en kom til baka á þeim þriðja og úr varð spennandi keppni. En Evrópa hafði betur, 15-13, og vann Ryder-bikarinn á bandarískri grundu í fyrsta sinn í þrettán ár.
Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. 29. september 2025 10:02 Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. 28. september 2025 21:55 Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar. 28. september 2025 14:45 Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00 Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. 29. september 2025 10:02
Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. 28. september 2025 21:55
Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar. 28. september 2025 14:45
Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00
Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32