LeBron boðar aðra Ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2025 07:02 LeBron James er að hefja sitt 23. tímabil í NBA. Verður það hans síðasta? epa/CAROLINE BREHMAN Stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, LeBron James, boðar stóra tilkynningu á samfélagsmiðlum í dag. Einhverjir telja að hann ætli að greina frá því hvenær skórnir fari á hilluna. LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október. NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október.
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira