LeBron boðar aðra Ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2025 07:02 LeBron James er að hefja sitt 23. tímabil í NBA. Verður það hans síðasta? epa/CAROLINE BREHMAN Stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, LeBron James, boðar stóra tilkynningu á samfélagsmiðlum í dag. Einhverjir telja að hann ætli að greina frá því hvenær skórnir fari á hilluna. LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október. NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
LeBron birti myndband á samfélagsmiðlum í gær þar sést ganga inn í íþróttasal og setjast gegnt öðrum manni. „Ákvörðun allra ákvarðana,“ skrifaði LeBron og meðfylgjandi var mylluverkið „Önnur Ákvörðun“. The decision of all decisions. October 7th. 12pm EST. 🫡👑 #TheSecondDecision pic.twitter.com/1uop8sIU25— LeBron James (@KingJames) October 6, 2025 LeBron vísar þarna í „Ákvörðunina“ frá 2010, þegar hann tilkynnti í beinni útsendingu á ESPN að hann myndi ganga í raðir Miami Heat frá Cleveland Cavaliers sem hann hafði leikið með allan sinn feril í NBA fram að því. „Ákvörðunin“ fór misjafnlega í fólk og sérstaklega illa í stuðningsmenn Cleveland sem reiddust LeBron fyrir að snúa baki við liðinu sem er frá heimaríki hans, Ohio. Flestir þeirra fyrirgáfu LeBron reyndar eftir að hann leiddi Cavs til NBA-meistaratitils 2016. Margir telja að LeBron ætli í annarri Ákvörðuninni að tilkynna að hann muni hætta í körfubolta eftir komandi tímabil. LeBron hefur spilað í NBA frá 2003 og næsta tímabil verður hans 23. í deildinni sem er met. LeBron hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 2018 og varð meistari með liðinu 2020. Hann vann einnig tvo titla með Miami og einn með Cavs eins og áður sagði. LeBron, sem verður 41 árs í lok ársins, er stigahæsti leikmaður í sögu NBA með 42.184 stig. Séu stig í deildar- og úrslitakeppni tekin saman eru þau 50.473 hjá LeBron. Elsti sonur LeBrons, Bronny, er einnig á mála hjá Lakers en hann verður seint talinn föðurbetrungur þegar að körfuboltanum kemur, þótt ágætur sé. Bronny kom við sögu í 29 leikjum í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili en lék einnig með South Bay Lakers í þróunardeild NBA. Lakers mætir Golden State Warriors í fyrsta leik sínum í NBA 21. október.
NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira