Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 7. október 2025 08:03 Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Börn og uppeldi Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun