Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar 6. október 2025 13:32 Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun