Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir og Magnús Þór Jónsson skrifa 5. október 2025 08:00 Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Magnús Þór Jónsson Jónína Hauksdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun