Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar 5. október 2025 12:01 Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun