Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 1. október 2025 07:00 Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun