„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. september 2025 17:35 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrvals Útsýnar. Aðsend Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, um gjaldþrot flugfélagsins Play. „Það er nokkuð ljóst fyrir flugfélag eins og Play sem er búið að auglýsa fargjöld sem eru langt undir því sem kostar fyrir hverja flugleið. Allir sem kunna að reikna vita að það kostar ekki tólf þúsund krónur að fljúga til Marakesh eða aðrar langar flugleiðir.“ Hún segir fargjöldin sem Play hafi boðið upp á í marga mánuði með ólíkindum. Vill að ríkisstjórnin vakni Þórunn kallar eftir skýrara eftirliti með flugfélögum hér á landi. „Við erum með fullt af stofum og ráðuneytum. Svo eru það, ef við horfum á lífeyrissjóðina sem eru að fjárfesta í svona félögum, þeir hljóta að hafa krafist nákvæmari upplýsinga. Það er ekki bara allt í einu á mánudagsmorgni bara búmm, allir rosa hissa,“ segir hún. „Það hefði átt að vera nákvæmara eftirlit með félaginu. Það er ekki bara það að það hafi dregið úr sölu út af því að einhver sagði eitthvað, þetta er miklu lengri saga en þetta.“ Í tilkynningu Play til Kauphallar segja þau eina af ástæðunum fyrir gjaldþrotinu vera neikvæð fréttaumfjöllun. Þá sendi Play kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september vegna Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfsmanns Icelandiar, sem gagnrýndi Play í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir að hefði fyrirtæki hennar verið í sömu stöðu hefðu einstaklingar ekki haldið áfram að fjárfesta í fyrirtækinu hennar. „Það er ekkert þannig lagað sambærilegt eftirlit eða tryggingar við flugfélögin eins og við ferðaskrifstofur. Við berum ábyrgð á að koma þér til og frá og það eru miklu meiri skyldur á okkur heldur en á flugfélagi,“ segir Þórunn. „Ég segi við ríkisstjórnina núna, vakniði og skoðið landið okkar betur. Þetta er okkur til skammar aftur og aftur að vera ekki vakandi yfir svona hlutum.“ Gríðarlegt tjón en situr sjálf ekki í súpunni Þórunn segist finna til með samkeppnis- og samstarfsaðilum sínum sem áttu í viðskiptum við Play vera í miklum vandræðum. Hún segist ekki vita til þess að nokkur ferðaskrifstofa sé tryggð fyrir slíkum atburðum og sitji því uppi með gríðarlegt tjón. „Ferðaskrifstofur eru að bóka ferðir sex til átta mánuði fram í tímann. Þannig að þeir sem eru að fara í ferðir núna þeir kannski bjuggu til þessar ferðir fyrir sex til átta mánuðum.“ Hins vegar eru margir mánuðir síðan sú ákvörðun var tekin hjá Úrvali Útsýni að eiga ekki í viðskiptum við flugfélagið. „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play að við erum búin að vera með ítalskt flugfélag sem flýgur fyrir okkur sem er flugfélagið Neos. Það er svo langt síðan að við hættum að versla við þá út af við trúðum ekki á þetta,“ segir hún. „Við erum með mjög gott eftirlit og kunnum að lesa í tölurnar og höfðum ekki trú á þessu. Við vissum ekki hvort þetta væri spurning um daga eða vikur og fannst ótrúlegt hvað þetta væri búið að hanga lengi.“ Play Gjaldþrot Play Ferðalög Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
„Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, um gjaldþrot flugfélagsins Play. „Það er nokkuð ljóst fyrir flugfélag eins og Play sem er búið að auglýsa fargjöld sem eru langt undir því sem kostar fyrir hverja flugleið. Allir sem kunna að reikna vita að það kostar ekki tólf þúsund krónur að fljúga til Marakesh eða aðrar langar flugleiðir.“ Hún segir fargjöldin sem Play hafi boðið upp á í marga mánuði með ólíkindum. Vill að ríkisstjórnin vakni Þórunn kallar eftir skýrara eftirliti með flugfélögum hér á landi. „Við erum með fullt af stofum og ráðuneytum. Svo eru það, ef við horfum á lífeyrissjóðina sem eru að fjárfesta í svona félögum, þeir hljóta að hafa krafist nákvæmari upplýsinga. Það er ekki bara allt í einu á mánudagsmorgni bara búmm, allir rosa hissa,“ segir hún. „Það hefði átt að vera nákvæmara eftirlit með félaginu. Það er ekki bara það að það hafi dregið úr sölu út af því að einhver sagði eitthvað, þetta er miklu lengri saga en þetta.“ Í tilkynningu Play til Kauphallar segja þau eina af ástæðunum fyrir gjaldþrotinu vera neikvæð fréttaumfjöllun. Þá sendi Play kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september vegna Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfsmanns Icelandiar, sem gagnrýndi Play í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir að hefði fyrirtæki hennar verið í sömu stöðu hefðu einstaklingar ekki haldið áfram að fjárfesta í fyrirtækinu hennar. „Það er ekkert þannig lagað sambærilegt eftirlit eða tryggingar við flugfélögin eins og við ferðaskrifstofur. Við berum ábyrgð á að koma þér til og frá og það eru miklu meiri skyldur á okkur heldur en á flugfélagi,“ segir Þórunn. „Ég segi við ríkisstjórnina núna, vakniði og skoðið landið okkar betur. Þetta er okkur til skammar aftur og aftur að vera ekki vakandi yfir svona hlutum.“ Gríðarlegt tjón en situr sjálf ekki í súpunni Þórunn segist finna til með samkeppnis- og samstarfsaðilum sínum sem áttu í viðskiptum við Play vera í miklum vandræðum. Hún segist ekki vita til þess að nokkur ferðaskrifstofa sé tryggð fyrir slíkum atburðum og sitji því uppi með gríðarlegt tjón. „Ferðaskrifstofur eru að bóka ferðir sex til átta mánuði fram í tímann. Þannig að þeir sem eru að fara í ferðir núna þeir kannski bjuggu til þessar ferðir fyrir sex til átta mánuðum.“ Hins vegar eru margir mánuðir síðan sú ákvörðun var tekin hjá Úrvali Útsýni að eiga ekki í viðskiptum við flugfélagið. „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play að við erum búin að vera með ítalskt flugfélag sem flýgur fyrir okkur sem er flugfélagið Neos. Það er svo langt síðan að við hættum að versla við þá út af við trúðum ekki á þetta,“ segir hún. „Við erum með mjög gott eftirlit og kunnum að lesa í tölurnar og höfðum ekki trú á þessu. Við vissum ekki hvort þetta væri spurning um daga eða vikur og fannst ótrúlegt hvað þetta væri búið að hanga lengi.“
Play Gjaldþrot Play Ferðalög Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira