Handbolti

Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex mörk gegn Stjörnunni.
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex mörk gegn Stjörnunni. vísir/diego

Eftir tap fyrir nýliðum KA/Þórs í síðustu umferð vann ÍBV fjögurra marka sigur á Stjörnunni, 31-27, í Olís-deild kvenna í dag.

Með sigrinum komust Eyjakonur upp í 3. sæti deildarinnar en þær eru með fjögur stig. Stjörnukonur eru enn án stiga í sjöunda og næstneðsta sætinu.

Alexandra Ósk Viktorsdóttir skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Ásdís Halla Hjarðar, Birna Berg Haraldsdóttir og Amelía Dís Einarsdóttir sitt hvor sex mörkin. Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk en gaf tólf stoðsendingar.

Amalia Froland varði fjórtán skot í marki Eyjakvenna (34 prósent) sem voru marki yfir í hálfleik, 17-16.

Áfram var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik en undir lok steig ÍBV á bensíngjöfina. Eftir að Natasja Hammer jafnaði í 27-27 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir skoruðu Eyjakonur síðustu fjögur mörk leiksins og tryggðu sér stigin tvö.

Natasja skoraði átta mörk Stjörnukonur og Anna Lára Davíðsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir gerðu sitt hvor fjögur mörkin. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði fimmtán skot (33 prósent).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×