Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:47 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun