Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 08:32 Helena Sverrisdóttir gerir sér fulla grein fyrir því að körfubolti er skemmtilegri þegar bestu dómararnir fá að dæma. vísir/Sigurjón Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, opnaði umræðuna með ítarlegu viðtali við Vísi í vikunni þar sem hann útskýrði hvers vegna hann hefði nú lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Davíð segir samskiptaörðugleika við dómaranefnd KKÍ hafa valdið því að hann hætti að fá leiki til að dæma en það hafi gerst í kjölfar þess að hann skipulagði námskeið fyrir dómara, án þess að hafa KKÍ eða dómaranefnd með í ráðum. Því hafi ekki verið vel tekið. Davíð sagði fleiri dómara hafa hrökklast úr starfi vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ og það staðfesti Jón Guðmundsson í viðtali við Vísi á þriðjudag. Jón kvaðst sjálfur hafa neyðst til að hætta vegna ósættis við dómaranefnd KKÍ. Jón Bender er formaður dómaranefndar KKÍ en hann hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Í samtali við Vísi í gær bar hann því við að um starfsmannamál væri að ræða og að hann hygðist ekki ræða þau opinberlega. Svipaða sögu er að segja af skrifstofu KKÍ þar sem framkvæmdastjórinn Hannes S. Jónsson hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til. Mikillar óánægju hefur gætt í körfuboltasamfélaginu vegna alls þessa enda góðir dómarar ekki á hverju strái. Á meðal þeirra sem furða sig á stöðunni er ein fremsta körfuboltakona Íslands frá upphafi, og mögulega sú fremsta, Helena Sverrisdóttir. „Hvaða rugl er í gangi?“ spyr Helena á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar í frétt Vísis um að formaður dómaranefndar ætli ekkert að tjá sig. „Geri mér fulla grein fyrir því að það séu tvær hliðar á öllum málum - en ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast? Einn besti dómarinn okkar (ekki eru þeir nú fjölmennir) og honum bolað út fyrir að vilja að gera dómarana betri?! Ég skil þetta ekki alveg og finnst skrýtið að þeir ætli ekkert að reyna að útskýra sín mál,“ sagði Helena og fær góðar undirtektir. Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, opnaði umræðuna með ítarlegu viðtali við Vísi í vikunni þar sem hann útskýrði hvers vegna hann hefði nú lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Davíð segir samskiptaörðugleika við dómaranefnd KKÍ hafa valdið því að hann hætti að fá leiki til að dæma en það hafi gerst í kjölfar þess að hann skipulagði námskeið fyrir dómara, án þess að hafa KKÍ eða dómaranefnd með í ráðum. Því hafi ekki verið vel tekið. Davíð sagði fleiri dómara hafa hrökklast úr starfi vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ og það staðfesti Jón Guðmundsson í viðtali við Vísi á þriðjudag. Jón kvaðst sjálfur hafa neyðst til að hætta vegna ósættis við dómaranefnd KKÍ. Jón Bender er formaður dómaranefndar KKÍ en hann hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Í samtali við Vísi í gær bar hann því við að um starfsmannamál væri að ræða og að hann hygðist ekki ræða þau opinberlega. Svipaða sögu er að segja af skrifstofu KKÍ þar sem framkvæmdastjórinn Hannes S. Jónsson hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til. Mikillar óánægju hefur gætt í körfuboltasamfélaginu vegna alls þessa enda góðir dómarar ekki á hverju strái. Á meðal þeirra sem furða sig á stöðunni er ein fremsta körfuboltakona Íslands frá upphafi, og mögulega sú fremsta, Helena Sverrisdóttir. „Hvaða rugl er í gangi?“ spyr Helena á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar í frétt Vísis um að formaður dómaranefndar ætli ekkert að tjá sig. „Geri mér fulla grein fyrir því að það séu tvær hliðar á öllum málum - en ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast? Einn besti dómarinn okkar (ekki eru þeir nú fjölmennir) og honum bolað út fyrir að vilja að gera dómarana betri?! Ég skil þetta ekki alveg og finnst skrýtið að þeir ætli ekkert að reyna að útskýra sín mál,“ sagði Helena og fær góðar undirtektir.
Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira