Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar 23. september 2025 08:17 Í lok ágúst voru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. með opið hús uppi á Keldum í tvo daga, þar sem kynntar voru vinnslutillögur að skipulagi þessa nýja borgarhluta. Opna húsið var vel sótt og fólk áhugasamt um hvað til stæði á Keldnasvæðinu. Ég skrapp uppeftir til að fá betri tilfinningu fyrir staðnum því ég hafði einfaldlega aldrei komið á Keldur. Þetta var fallegur og sólríkur síðsumarsdagur og ég viðurkenni að staðurinn greip mig strax. Fyrsta hugsun var - Vá, hérna verður geggjað að búa! Skipulags- og vinnslutillagan sem nú liggur fyrir byggir á verðlaunatillögu úr opinni alþjóðlegri samkeppni sem efnt var til í upphafi árs 2023. Sænska arkitektastofan FOJAB var þar hlutskörpust og hefur síðan unnið að skipulagi svæðisins. Borgarhlutanum verður skipt upp í þrjá minni hverfishluta – Keldur, Hæðin og Korpa – og er áætlað að fullbyggt muni þar rísa um 5500 íbúðir og að íbúar þess verði minnst um 12.000. Þar að auki er gert ráð fyrir atvinnurými fyrir um 6000 störf þar sem núverandi rannsóknarstarfsemi að Keldum gæti myndað grunninn að rannsóknar- og þekkingarkjarna í austurhluta borgarinnar. Hverfið verður því sannkölluð blönduð byggð þar sem íbúðir, skólar, starfsemi og nærþjónusta fléttast saman við opin græn svæði og þau miklu náttúrugæði sem finna má í botni Grafarvogs. Hryggjarsúlan í öllu skipulagi svæðisins verður Borgarlínan sem fléttar sig í gegnum hverfin þrjú. Í hverju þeirra verður stoppistöð Borgarlínunnar staðsett á miðlægum stöðvartorgum sem munu virka sem hjarta og kjarni hvers hverfis. Torgin eru hugsuð sem lifandi borgarrými þar sem öll helsta nærþjónusta gæti komið sér fyrir. Þar verði hægt að grípa sér kaffi og kleinu að morgni áður en vagninn yrði tekin til vinnu, versla í matinn á leiðinni heim síðdegis og svo fá sér lítinn bragðaref eftir kvöldmat. Það er einmitt vegna Borgarlínunnar sem okkur er kleift að hugsa samgönguskipulag hverfisins með nýjum hætti. Og í raun má segja að Keldur séu fyrsta hverfi landsins sem skipulagt er í grunninn útfrá öflugum almenningssamgöngum. Sú nálgun krefur okkur um að endurskoða hvernig við nýtum það landrými sem er til staðar að Keldum. Við þurfum að þróa og vinna með nýjar lausnir þegar kemur að bílaumferð og bílastæðum innan hverfisins. Það er ekki þar með sagt að bílar verði útilokaðir frá Keldum, síður en svo. En það fylgir því ákveðið frelsi að móta nýtt hverfi frá grunni útfrá þeirri grundvallarspurningu hvernig við búum til gott borgarumhverfið, þar sem almenningssamgöngur og gangandi og hjólandi vegfarendur eru í forgangi. Eftir að kynningarferli vinnslutillögunnar lauk hafa bílastæðamál hverfisins fengið nánast alla athyglina. Ég skil að einhverju leyti áhyggjur fólks af þeim takmarkaða fjölda bílastæða sem tillögurnar gera ráð fyrir. En í mínum huga eiga bílastæði hinsvegar að vera tæknilegt úrlausnarefni en ekki kjarninn í því hvernig heill borgarhluti er uppbyggður. Ákvörðun um fjölda bílastæða tekur væntanlega meðal annars mið af því hvernig hverfin þrjú byggjast upp í áföngum. Hlutdeild þeirra per íbúð gæti því verið meiri til að byrja með en svo þynnst út eftir því sem hverfið byggist upp og akstur Borgarlínunnar eflist. Fyrirkomulag bílastæðanna þarf svo að skoða útfrá byggingatæknilegum aðstæðum og aðgengiskröfum á hverjum reit. Þar skiptir auðvitað lykilmáli að kröfum byggingarreglugerðar sé fylgt og tryggt sé að gott aðgengi sé fyrir alla, óháð aldri eða hreyfigetu. Í samhengi Keldna er ágætt að minna sig á að þarna er enn um skipulagstillögur að ræða fyrir heilan borgarhluta sem byggjast mun upp á 10-15 árum. Það eru því enn tækifæri til að hafa áhrif á mótun hverfisins og hvernig það svarar þörfum dagsins í dag. Um leið kallar tímarammi uppbyggingarinnar á að einstaka hugmyndir skipulagsins geti aðlagast aðstæðum hverju sinni. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að skipulag Keldnalands byggi á skýrri sýn til framtíðar. Bakbein byggðarinnar verður vistvænar og virkar samgöngur og mannvænt umhverfi. Það er hvorki dystópía né útópía, heldur raunhæf og skýr stefna um að gönguvænt og grænt borgarumhverfi sé sjálfsögð framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Við hljótum að geta fundið eitthvað áhugaverðara að rökræða varðandi fyrirhugaða Keldnabyggð en fjölda bílastæða, löngu áður en uppbygging þar hefst. Hefur til dæmis enginn skoðun á því hvar sundlaugin á að vera? Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok ágúst voru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. með opið hús uppi á Keldum í tvo daga, þar sem kynntar voru vinnslutillögur að skipulagi þessa nýja borgarhluta. Opna húsið var vel sótt og fólk áhugasamt um hvað til stæði á Keldnasvæðinu. Ég skrapp uppeftir til að fá betri tilfinningu fyrir staðnum því ég hafði einfaldlega aldrei komið á Keldur. Þetta var fallegur og sólríkur síðsumarsdagur og ég viðurkenni að staðurinn greip mig strax. Fyrsta hugsun var - Vá, hérna verður geggjað að búa! Skipulags- og vinnslutillagan sem nú liggur fyrir byggir á verðlaunatillögu úr opinni alþjóðlegri samkeppni sem efnt var til í upphafi árs 2023. Sænska arkitektastofan FOJAB var þar hlutskörpust og hefur síðan unnið að skipulagi svæðisins. Borgarhlutanum verður skipt upp í þrjá minni hverfishluta – Keldur, Hæðin og Korpa – og er áætlað að fullbyggt muni þar rísa um 5500 íbúðir og að íbúar þess verði minnst um 12.000. Þar að auki er gert ráð fyrir atvinnurými fyrir um 6000 störf þar sem núverandi rannsóknarstarfsemi að Keldum gæti myndað grunninn að rannsóknar- og þekkingarkjarna í austurhluta borgarinnar. Hverfið verður því sannkölluð blönduð byggð þar sem íbúðir, skólar, starfsemi og nærþjónusta fléttast saman við opin græn svæði og þau miklu náttúrugæði sem finna má í botni Grafarvogs. Hryggjarsúlan í öllu skipulagi svæðisins verður Borgarlínan sem fléttar sig í gegnum hverfin þrjú. Í hverju þeirra verður stoppistöð Borgarlínunnar staðsett á miðlægum stöðvartorgum sem munu virka sem hjarta og kjarni hvers hverfis. Torgin eru hugsuð sem lifandi borgarrými þar sem öll helsta nærþjónusta gæti komið sér fyrir. Þar verði hægt að grípa sér kaffi og kleinu að morgni áður en vagninn yrði tekin til vinnu, versla í matinn á leiðinni heim síðdegis og svo fá sér lítinn bragðaref eftir kvöldmat. Það er einmitt vegna Borgarlínunnar sem okkur er kleift að hugsa samgönguskipulag hverfisins með nýjum hætti. Og í raun má segja að Keldur séu fyrsta hverfi landsins sem skipulagt er í grunninn útfrá öflugum almenningssamgöngum. Sú nálgun krefur okkur um að endurskoða hvernig við nýtum það landrými sem er til staðar að Keldum. Við þurfum að þróa og vinna með nýjar lausnir þegar kemur að bílaumferð og bílastæðum innan hverfisins. Það er ekki þar með sagt að bílar verði útilokaðir frá Keldum, síður en svo. En það fylgir því ákveðið frelsi að móta nýtt hverfi frá grunni útfrá þeirri grundvallarspurningu hvernig við búum til gott borgarumhverfið, þar sem almenningssamgöngur og gangandi og hjólandi vegfarendur eru í forgangi. Eftir að kynningarferli vinnslutillögunnar lauk hafa bílastæðamál hverfisins fengið nánast alla athyglina. Ég skil að einhverju leyti áhyggjur fólks af þeim takmarkaða fjölda bílastæða sem tillögurnar gera ráð fyrir. En í mínum huga eiga bílastæði hinsvegar að vera tæknilegt úrlausnarefni en ekki kjarninn í því hvernig heill borgarhluti er uppbyggður. Ákvörðun um fjölda bílastæða tekur væntanlega meðal annars mið af því hvernig hverfin þrjú byggjast upp í áföngum. Hlutdeild þeirra per íbúð gæti því verið meiri til að byrja með en svo þynnst út eftir því sem hverfið byggist upp og akstur Borgarlínunnar eflist. Fyrirkomulag bílastæðanna þarf svo að skoða útfrá byggingatæknilegum aðstæðum og aðgengiskröfum á hverjum reit. Þar skiptir auðvitað lykilmáli að kröfum byggingarreglugerðar sé fylgt og tryggt sé að gott aðgengi sé fyrir alla, óháð aldri eða hreyfigetu. Í samhengi Keldna er ágætt að minna sig á að þarna er enn um skipulagstillögur að ræða fyrir heilan borgarhluta sem byggjast mun upp á 10-15 árum. Það eru því enn tækifæri til að hafa áhrif á mótun hverfisins og hvernig það svarar þörfum dagsins í dag. Um leið kallar tímarammi uppbyggingarinnar á að einstaka hugmyndir skipulagsins geti aðlagast aðstæðum hverju sinni. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að skipulag Keldnalands byggi á skýrri sýn til framtíðar. Bakbein byggðarinnar verður vistvænar og virkar samgöngur og mannvænt umhverfi. Það er hvorki dystópía né útópía, heldur raunhæf og skýr stefna um að gönguvænt og grænt borgarumhverfi sé sjálfsögð framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Við hljótum að geta fundið eitthvað áhugaverðara að rökræða varðandi fyrirhugaða Keldnabyggð en fjölda bílastæða, löngu áður en uppbygging þar hefst. Hefur til dæmis enginn skoðun á því hvar sundlaugin á að vera? Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun