Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar 23. september 2025 07:48 Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb. Þegar starfsfólk hefur engan málsvara er því gert ómögulegt að útskýra sínar hliðar og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Þetta er blákaldur veruleiki fyrir þá sem vinna með erfiðustu einstaklingum samfélagsins, þeim sem verða utanveltu og fá ekki skilning. Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við. Þetta fólk hefur engan málsvara og það getur ekki svarað fyrir sig. Það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist og að þau geti varið sig, því annars verða þau fórnarlamb misskilnings og rangra ályktana. Æsifréttir Ég get ekki þagað lengur. Fréttaflutningur af Stuðlum, vinnustað sem ég þekki vel eftir meira en einn og hálfan áratug á gólfinu þar, er með þeim hætti að ekki er hægt að þegja lengur. Ég þekki starfsemina og það frábæra fólk sem starfað hefur þar í áratugi af hreinni hugsjón til að gera sitt besta fyrir þessi börn. Þetta er fólk sem er ekki að naga blýanta við skrifborð í fílabeinsturni eða ganga á milli fundarherbergja með möppu undir hendinni eftir að það var skipað í nefnd. Nei, þetta er fólkið sem þarf að taka á sig þá slagi sem enginn annar vill taka. Það situr nú uppi með þá niðurstöðu að karlar og konur í lakkskóm með skjalatöskur, sem eru í engum tengslum við raunveruleika þessara barna, spyrji hvað fór „úrskeiðis.“ Langflestir af þessum eftirlitsaðilum hafa litla innsýn í veruleika þessara barna, því þeir hafa sótt þekkingu sína í gegnum bækur. Þeir hafa horft á þennan heim úr fílabeinsturnum og dæmt en þeir hafa enga hugmynd um hvað það er að vera í sporum olnbogabarna eða vinna með þeim. Það vita hins vegar margir af þeim starfsmönnum sem vinna með þeim, því þeir hafa verið báðum megin við borðið. Ég þekki það sjálfur vel, en minni æsku var rænt af sams konar fólki sem situr uppi í fílabeinsturnum og talar nú hátt um réttindi barna. Hinn blákaldi veruleiki á gólfinu er þeim ókunnugur. Þeir skilja ekki að baráttan er oft hörð og ekki er alltaf hægt að fylgja reglunum til hins ýtrasta. Það er engin einhlít skýring á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag. Ástæðurnar eru margþættar og það að leita sökudólga í hverju horni mun ekki gera okkur neitt gagn, og allra síst það að hafa hlutina í æsifréttastíl dag eftir dag. Grjótharður veruleiki Það er rangt að halda að þessi börn, sem eiga við hvað alvarlegastan vanda að stríða, séu öll einhver „grey“. Mörg þeirra eru langt frá því að vera lömb, eins og ég veit af minni reynslu. Með hækkun sjálfræðisaldurs komu stærri og sterkari einstaklingar til meðferðar. Sumir þeirra hafa komið við fangelsiskerfið sem fullorðnir einstaklingar og fangaverðir kvarta undan ofbeldi af hendi þeirra í dag. Ég hef sjálfur lent í nokkrum atvikum þar sem spurningin „hvað fór úrskeiðis?“ er fáránleg. Eitt atvik var þegar 17 ára drengur, þrjátíu kílóum þyngri og höfðinu hærri en ég, stóð með örbylgjuofn yfir höfði sínu og hótaði að kasta honum í andlitið á mér þegar honum voru sett eðlileg mörk. Sem betur fer endaði ofninn á því að fara í gegnum glugga í eldhúsinu en ekki í andlitið á mér. Í öðru atviki trylltist unglingur, eyðilagði herbergið nánast og stóð með risastórt glerbrot við hurðina, tilbúinn til að stinga hvern sem kæmi inn. Lögreglan þurfti að nota piparúða og skyldi til að yfirbuga hann, rétt eins og þrír lögreglumenn þurftu til að yfirbuga drenginn með örbylgjuofninn. Að setja ramma Þetta eru ekki allt saklaus grey sem koma til meðferðar en það er látið hljóma þannig. Ég og samstarfsfólk mitt leituðumst við að sýna þessum börnum skilning og virðingu í störfum okkar. En til að tryggja öryggi þeirra og okkar verður að vera samþykki og skilningur á því að það þarf að setja mörk og ramma til þess að hægt sé að byggja upp grundvöll til að hjálpa. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórntækin og verkfærin sem starfsfólk hafði til að setja mörk voru tekin af þeim. Við erum orðin of upptekin við að tala um réttindi barna og kostnað heilbrigðrar skynsemi og það endurspeglast nú innan fangelsismálakerfisins með harðari og andfélagslegri föngum. Hvar skyldu þeir hafa lært slíka hegðun? Getur verið að þessi raunheimur fólks sem er í engum tengslum við þennan veruleika, sem öllu ræður, sé nú farinn að endurspeglast í fangelsiskerfinu? Er ekki orðið tímabært að sækja aftur í verkfærakistuna og setja almennileg mörk? Til þess að réttlæti geti náð fram að ganga er nauðsynlegt að heildarmyndin verði sýnd og að allir sem eiga hlut að máli fái að segja sína hlið. Ef ekki munum við áfram lifa í heimi þar sem hálfgerður sannleikur og blekkingar ráða ríkjum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Málefni Stuðla Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb. Þegar starfsfólk hefur engan málsvara er því gert ómögulegt að útskýra sínar hliðar og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Þetta er blákaldur veruleiki fyrir þá sem vinna með erfiðustu einstaklingum samfélagsins, þeim sem verða utanveltu og fá ekki skilning. Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við. Þetta fólk hefur engan málsvara og það getur ekki svarað fyrir sig. Það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist og að þau geti varið sig, því annars verða þau fórnarlamb misskilnings og rangra ályktana. Æsifréttir Ég get ekki þagað lengur. Fréttaflutningur af Stuðlum, vinnustað sem ég þekki vel eftir meira en einn og hálfan áratug á gólfinu þar, er með þeim hætti að ekki er hægt að þegja lengur. Ég þekki starfsemina og það frábæra fólk sem starfað hefur þar í áratugi af hreinni hugsjón til að gera sitt besta fyrir þessi börn. Þetta er fólk sem er ekki að naga blýanta við skrifborð í fílabeinsturni eða ganga á milli fundarherbergja með möppu undir hendinni eftir að það var skipað í nefnd. Nei, þetta er fólkið sem þarf að taka á sig þá slagi sem enginn annar vill taka. Það situr nú uppi með þá niðurstöðu að karlar og konur í lakkskóm með skjalatöskur, sem eru í engum tengslum við raunveruleika þessara barna, spyrji hvað fór „úrskeiðis.“ Langflestir af þessum eftirlitsaðilum hafa litla innsýn í veruleika þessara barna, því þeir hafa sótt þekkingu sína í gegnum bækur. Þeir hafa horft á þennan heim úr fílabeinsturnum og dæmt en þeir hafa enga hugmynd um hvað það er að vera í sporum olnbogabarna eða vinna með þeim. Það vita hins vegar margir af þeim starfsmönnum sem vinna með þeim, því þeir hafa verið báðum megin við borðið. Ég þekki það sjálfur vel, en minni æsku var rænt af sams konar fólki sem situr uppi í fílabeinsturnum og talar nú hátt um réttindi barna. Hinn blákaldi veruleiki á gólfinu er þeim ókunnugur. Þeir skilja ekki að baráttan er oft hörð og ekki er alltaf hægt að fylgja reglunum til hins ýtrasta. Það er engin einhlít skýring á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag. Ástæðurnar eru margþættar og það að leita sökudólga í hverju horni mun ekki gera okkur neitt gagn, og allra síst það að hafa hlutina í æsifréttastíl dag eftir dag. Grjótharður veruleiki Það er rangt að halda að þessi börn, sem eiga við hvað alvarlegastan vanda að stríða, séu öll einhver „grey“. Mörg þeirra eru langt frá því að vera lömb, eins og ég veit af minni reynslu. Með hækkun sjálfræðisaldurs komu stærri og sterkari einstaklingar til meðferðar. Sumir þeirra hafa komið við fangelsiskerfið sem fullorðnir einstaklingar og fangaverðir kvarta undan ofbeldi af hendi þeirra í dag. Ég hef sjálfur lent í nokkrum atvikum þar sem spurningin „hvað fór úrskeiðis?“ er fáránleg. Eitt atvik var þegar 17 ára drengur, þrjátíu kílóum þyngri og höfðinu hærri en ég, stóð með örbylgjuofn yfir höfði sínu og hótaði að kasta honum í andlitið á mér þegar honum voru sett eðlileg mörk. Sem betur fer endaði ofninn á því að fara í gegnum glugga í eldhúsinu en ekki í andlitið á mér. Í öðru atviki trylltist unglingur, eyðilagði herbergið nánast og stóð með risastórt glerbrot við hurðina, tilbúinn til að stinga hvern sem kæmi inn. Lögreglan þurfti að nota piparúða og skyldi til að yfirbuga hann, rétt eins og þrír lögreglumenn þurftu til að yfirbuga drenginn með örbylgjuofninn. Að setja ramma Þetta eru ekki allt saklaus grey sem koma til meðferðar en það er látið hljóma þannig. Ég og samstarfsfólk mitt leituðumst við að sýna þessum börnum skilning og virðingu í störfum okkar. En til að tryggja öryggi þeirra og okkar verður að vera samþykki og skilningur á því að það þarf að setja mörk og ramma til þess að hægt sé að byggja upp grundvöll til að hjálpa. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórntækin og verkfærin sem starfsfólk hafði til að setja mörk voru tekin af þeim. Við erum orðin of upptekin við að tala um réttindi barna og kostnað heilbrigðrar skynsemi og það endurspeglast nú innan fangelsismálakerfisins með harðari og andfélagslegri föngum. Hvar skyldu þeir hafa lært slíka hegðun? Getur verið að þessi raunheimur fólks sem er í engum tengslum við þennan veruleika, sem öllu ræður, sé nú farinn að endurspeglast í fangelsiskerfinu? Er ekki orðið tímabært að sækja aftur í verkfærakistuna og setja almennileg mörk? Til þess að réttlæti geti náð fram að ganga er nauðsynlegt að heildarmyndin verði sýnd og að allir sem eiga hlut að máli fái að segja sína hlið. Ef ekki munum við áfram lifa í heimi þar sem hálfgerður sannleikur og blekkingar ráða ríkjum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar