Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. september 2025 08:00 Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun