Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 07:31 Nicolas Batum sá Hafþór Júlíus í Game of Thrones og uppgötvaði svo að hann hefði mætt honum í körfuboltaleik, á EM U18 árið 2006. SAMSETT/GOT/GETTY NBA-leikmaðurinn Nicolas Batum, fyrrverandi fyrirliði franska landsliðsins í körfubolta, rifjaði upp rimmu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða „Fjallið“, í beinni útsendingu frá leik Íslands og Frakklands á EM á dögunum. Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum. EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum.
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira