Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. september 2025 08:03 Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun