Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. september 2025 08:03 Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar