Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. september 2025 17:01 „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar