Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. september 2025 17:01 „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar